Reiðhjólabændur

Hjólreiðar | 30. apríl 2023

Reiðhjólabændur

Undanfarnar vikur hafa fylgjendur hjólreiðasamtakanna Reiðhjólabænda á Facebook getað fylgst með reglulegum stöðuuppfærslum um umfangsmikla vinnu félaga samtakanna og annarra sjálfboðaliða við að gera upp notuð hjól og koma í gott ástand. Eru hjólin ætluð börnum í erfiðri stöðu eða til flóttafólki, en um er að ræða verkefni sem hefur síðustu 12 ár verið keyrt áfram af Barnaheillum, Sorpu og IOGT góðtemplarareglunnar, en Reiðhjólabændur hafa nú að mestu tekið við hlutverki IOGT. Þegar eru um 300 hjól sem hafa verið gerð upp, en nokkur hundruð hjól bíða þess enn að mæta verkfærum hópsins.

Reiðhjólabændur

Hjólreiðar | 30. apríl 2023

Ottar Geirsson

Undanfarnar vikur hafa fylgjendur hjólreiðasamtakanna Reiðhjólabænda á Facebook getað fylgst með reglulegum stöðuuppfærslum um umfangsmikla vinnu félaga samtakanna og annarra sjálfboðaliða við að gera upp notuð hjól og koma í gott ástand. Eru hjólin ætluð börnum í erfiðri stöðu eða til flóttafólki, en um er að ræða verkefni sem hefur síðustu 12 ár verið keyrt áfram af Barnaheillum, Sorpu og IOGT góðtemplarareglunnar, en Reiðhjólabændur hafa nú að mestu tekið við hlutverki IOGT. Þegar eru um 300 hjól sem hafa verið gerð upp, en nokkur hundruð hjól bíða þess enn að mæta verkfærum hópsins.

Undanfarnar vikur hafa fylgjendur hjólreiðasamtakanna Reiðhjólabænda á Facebook getað fylgst með reglulegum stöðuuppfærslum um umfangsmikla vinnu félaga samtakanna og annarra sjálfboðaliða við að gera upp notuð hjól og koma í gott ástand. Eru hjólin ætluð börnum í erfiðri stöðu eða til flóttafólki, en um er að ræða verkefni sem hefur síðustu 12 ár verið keyrt áfram af Barnaheillum, Sorpu og IOGT góðtemplarareglunnar, en Reiðhjólabændur hafa nú að mestu tekið við hlutverki IOGT. Þegar eru um 300 hjól sem hafa verið gerð upp, en nokkur hundruð hjól bíða þess enn að mæta verkfærum hópsins.

Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, hefur staðið vaktina í félagsheimili samtakanna við Sævarhöfða reglulega á kvöldin og um helgar undanfarnar vikur. Hann segir að þetta verkefni virki þannig að almenningur komi notuðum hjólum, hvort sem þau séu þreytt eða enn í góðu ásigkomulagi, á sér tilgreindan stað á móttökustöðvum Sorpu. Svo taka sjálfboðaliðar við hjólunum og reyna að koma þeim í gott stand. Fjölskyldur sem teljast í erfiðri stöðu geta sótt um barnahjól m.a. í gegnum félagsráðgjafa í sínu sveitarfélagi og fer það í gegnum hefðbundið umsóknarferli meðal annars til að vita nokkurn veginn hæð og aldur barnsins. Fjölskyldurnar eru svo boðaðar á ákveðnum tíma til að fá hjólin afhent, en Birgir segir að það skipti máli að gefa sér smá tíma til að stilla af t.d. hæð og hnakk, eða bæta við standara ef þörf er á því.

Birgir segir þetta átak mögulegt vegna aðstoðar reiðhjólaverslana sem veiti annað hvort ríflegan afslátt eða gefi jafnvel varahluti og þannig hafi tekist að halda kostnaði í lágmarki. Tekur hann fram að ekki sé bara um verkefni í höfuðborginni að ræða og hafi nokkur hjól þegar verið send út á land.

Hingað til hafa sjálfboðaliðar komið saman á mánudagskvöldum, en til viðbótar segir Birgir að reynt sé að safna saman í hóp um helgar eða á öðrum frídögum. Að jafnaði eru um 6-8 manns á hverju kvöldi, en mest hefur það farið upp í 15 manns og segir hann að á síðustu vikum hafi allavega verið settar um 300 klst í að gera og græja hjólin.

Auk sjálboðaliða sem eru virkir í Reiðhjólabændum hefur nokkur hópur flóttafólks tekið ríkan þátt í vinnukvöldunum að sögn Birgis. Verkefni Barnaheilla nær aðeins til reiðhjóla fyrir börn, en í söfnunni er tekið á móti öllum hjólum. Því safnast upp nokkur fjöldi fullorðinshjóla líka og segir Birgir að vilji hafi staðið til að koma þeim í notkun hjá flóttafólki sem hafi tekið líka svona vel í það að fólk hóf að mæta til að taka þátt og aðstoða aðra við að eignast hjól líka. Nefnir hann að fólk frá Venesúela, Líbíu, Kólumbíu og einnig Bandaríkjunum hafi verið að mæta undanfarið.

„Launin okkar eru að sjá brosið á börnunum þegar þau fara með nýja hjólið sitt héðan,“ segir Birgir það sem drífi hann í þessu verkefni. Hann segir að síðustu ár hafi verkefni Barnaheilla staðið í um 1-2 mánuði og lokið þegar skólarnir klárist á vorin. Segist hann eiga von á að svipað verði upp á teningnum hjá þeim með barnahjólin, en að líklega verði áfram haldið með hjól fyrir flóttafólk í sumar.

Samtals hafa Reiðhjólabændur tekið við 700 reiðhjólum á síðustu vikum. Birgir segir að þar af hafi 200 hjól verið metin óviðgerðahæf vegna ryðs eða mikilla skemmda. Þá bíði um 200 þess að vera skoðuð, en um 300 hafi farið í gegnum viðgerð og verið gerð upp. Helmingur þeirra, eða um 150 hjól, hafa þegar verið afhent nýjum eigendum, en um 150 bíða þess enn að vera sótt.

Birgir segir að þó nokkur hjól hafi skilað sér í söfnunina sem hafi verið allt að því mjög vel á sig komin og sýni það vel góðvild almennings í garð þessa verkefnis. Þannig hafi komið hjól til þeirra sem þurfti bara að pumpa í dekk og smyrja keðju. En svo eru önnur hjól þar sem gírbúnaður eða drifbúnaður er ónýtur og segir hann þá erfitt að réttlæta viðgerð með tilheyrandi kostnaði í varahlutum.

Hann hrósar flóttafólkinu sem hefur komið og aðstoðað á kvöldunum í hástert og segir fjölmarga þar á góðri leið að læra íslensku á stuttum tíma á landinu. Vegna fjölda tungumála í hópnum endi þó samskipti oft í ensku eða jafnvel með handabendingum, en að mikil gleði og velvilji einkenni hópinn.

Þetta er þó ekki eina verkefni Reiðhjólabænda þessar vikurnar. Þann 3. maí hefst átakið Hjólað í vinnuna og stendur að venju í þrjár vikur. Birgir segir að lengi hafi staðið til að Reiðhjólabændur kæmu að átakinu með ÍSÍ, en faraldurinn hafi stoppað það að mestu. Í ár er hins vegar hugmyndin að samtökin verði annan hvern dag átaksins með tjald á fjölförnum hjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Verður gestum og hjólandi þar boðið í spjall og til að láta kíkja á hjólin sín ef þau þarfnast einhvers smávægilegs viðhalds. „Núna er aðaltíminn og við ætlum að vera sýnileg,“ segir Birgir.

Ottar Geirsson
Ottar Geirsson
Ottar Geirsson
Ottar Geirsson
Ottar Geirsson
mbl.is