Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Fyrstu árin skrifaði Þorsteinn um viðskipti og efnahagsmál, en frá 2016 var hann á almennri fréttadeild. Hann hefur meðal annars skrifað um dómsmál og skipulagsmál. Aðstoðarfréttastjóri mbl.is frá 2016.

Yfirlit greina

Rými fært frá bílum aftur til fólksins

21.9. Fyrir tveimur árum var ákveðið að ráðast í nokkuð róttækar breytingar á skipulagi á hluta Eixample-svæðisins í Barcelona og fékk verkefnið nafnið „superblocks“. Silvia Casorrán, ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona, segir verkefnið hafa bætt öryggi í hverfinu og þá hafi líf á götunum aukist mikið. Meira »

Thomas vill mæta aftur í skýrslutöku

20.9. Thomas Møller Ol­sen, sem dæmdur var í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar í fyrra og stór­fellt fíkni­efna­brot, mun mæta í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti þegar það verður tekið fyrir. Mun hann auk þess máta úlpu sem deilt er um í málinu. Meira »

Framkvæmdir við háskólagarða að hefjast

16.9. Áætlað er að fyrsta skóflustunga að nýjum háskólagörðum Háskólans í Reykjavík verði tekin nú í komandi viku og samhliða því hefjist framkvæmdir á fyrsta reit af fjórum. Byggja á 125 íbúðir í fyrsta áfanga, en samtals verða 390 íbúðir á reitunum fjórum og þjónustukjarni fyrir háskólasamfélagið. Meira »

Milljarða fjárfesting í Guide to Iceland

7.9. Bandaríska ráðgjafar- og eignastýringarfyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í íslenska ferðasölufyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 2,2 milljörðum íslenskra króna. Eignast félagið 20% í Guide to Iceland með fjárfestingunni. Meira »

Kílómetrafjöldinn passar við nýtt mat

10.7. Óútskýrður akstur Thomasar Møller Olsen að morgni 14. janúar er 190 kílómetrar, en ekki að lágmarki 140 kílómetrar eins og hafði komið fram við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þar með er opið fyrir að Thomas hafi getað ekið alla leið að Óseyrarbrú, en ekki bara að Vogaósum. Meira »

Enn hrynur úr fjallinu

7.7. „Þetta er algjör leðja og maður getur lítið skoðað þetta, en skriðan stíflaði ána alveg.“ Þetta segir Erla Dögg Ármannsdóttir, bóndi á bænum Hítardal, þar sem skriða féll úr Fagraskógarfjalli fyrr í dag. Hún segir að enn hrynji úr fjallinu. Meira »

„Mikilvæg vegferð fyrir Arion og kerfið“

17.5. Áhugi sem forsvarsmenn Arion banka hafa skynjað erlendis frá og mikilvægi þess að fá breitt og blandað eignarhald, bæði íslenskt og erlent, eru ástæður þess að farið er í tvíhliða skráningu Arion banka bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Þetta segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Meira »

Íslandsáhugi á Google fer dvínandi

16.4. Áhugi á Íslandi hefur farið dvínandi undanfarið sé tekið mið af tölum frá netfyrirtækinu Google yfir fjölda leitarfyrirspurna þar sem leitað er að flugi til Íslands. Áhuginn náði hæstu hæðum í fyrra eftir samfellda uppsveiflu árin þar á undan, en í ár er staðan svipuð og árið 2016. Meira »

Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki

20.9. Árið 2002 var aðeins notast við reiðhjól í 0,8% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2012 var hlutfallið komið upp í 4% og í fyrra var það um 7%. Á næstu 10 árum er líklegt að þetta hlutfall geti farið upp í 15% ef vel er haldið á spöðunum varðandi innviðauppbyggingu fyrir hjólandi umferð. Meira »

Ný hús við höfnina á fimm mánuðum

17.9. Á næstu dögum munu Faxaflóahafnir bjóða út framkvæmdir við uppbyggingu verslunar- og þjónustuhúsa meðfram norðvesturhlið Ægisgarðs við Gömlu höfnina í Reykjavík. Munu sölukofar sem eru þar núna víkja fyrir sex nýjum húsum sem verða 40-80 fermetrar. Verkið á í heild ekki að taka nema fimm mánuði. Meira »

Mikill samdráttur í gistingu á hálendinu

13.9. Um 15-20% færri ferðamenn gengu Laugaveginn í ár en í fyrra og um 15% samdráttur var á komu ferðamanna í Landmannalaugar. Gisting í skálum Ferðafélags Íslands dróst saman um 15-20% frá því í fyrra og hjá ferðafélagsdeildum á landsbyggðinni var samdrátturinn allt að 40%. Meira »

Hagnast um milljarða á sölu CCP

6.9. Framtakssjóðurinn NEA, sem keypti í CCP árið 2015, mun með sölunni til Pearl Abyss hagnast um 7,5 milljarða. Það mun einnig General Catalyst gera, en félagið keypti í CCP árið 2012. Hilmar Veigar Pétursson forstjóri félagsins mun fá þrjá milljarða fyrir söluna og Novator og tengd félög 20 milljarða. Meira »

Hítará hefur fundið nýjan farveg

8.7. Hítará hefur fundið sér nýjan farveg eftir að skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði ána í gærmorgun. Lón myndaðist fyrir ofan skriðuna, en eftir því sem það fylltist fór að renna suður með skriðunni í þverána Tálma. Sú á rennur svo um 10-12 kílómetrum neðar aftur í gamla farveg Hítarár. Meira »

Oliver og Heiða halda í sjávarútveginn

17.6. Rekjanleiki á fiski er grunnhugmynd á nýju vörumerki sem verður dreift í Bandaríkjunum undir heitinu Niceland. Það mun endanlegur kaupandi í matvörubúð eða á veitingastað geta séð hvaðan fiskurinn er veiddur og hvenær það var. Meira »

Fækkar um 20-30% frá bestu mörkuðunum

16.4. Á þessu ári gæti stefnt í 20-30% samdrátt á ferðamönnum frá ákveðnum kjarnamörkuðum í Mið-Evrópu. Þetta sýnir bókunarstaða þessa hóps í dag og fram á sumarið samkvæmt formanni Samtaka ferðaþjónustunnar. Þrátt fyrir dvínandi áhuga á Íslandi í gegnum Google er hótelrekandi bjartsýnn. Meira »

Frumvarp um þjóðarsjóð næsta vetur

15.4. Fyrirhugað er að ljúka við undirbúning að stofnun nýs þjóðarsjóðs næsta vetur og samhliða því að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um stofnun sjóðsins. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn taki til starfa árið 2020. Meira »