Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Fyrstu árin skrifaði Þorsteinn um viðskipti og efnahagsmál, en frá 2016 var hann á almennri fréttadeild. Hann hefur meðal annars skrifað um dómsmál og skipulagsmál. Aðstoðarfréttastjóri mbl.is frá 2016.

Yfirlit greina

Sveinn Andri þarf ekki að víkja

12.4. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús WOW air, þarf ekki að víkja sem skiptastjóri búsins. Þetta var niðurstaða Símonar Sigvaldasonar héraðsdómara, en Arion banki hafði farið fram á að Sveini yrði gert að víkja vegna vanhæfis. Meira »

Ráða færra sumarstarfsfólk í ár

8.4. Isavia mun að öllum líkindum ráða færra sumarstarfsfólk til starfa á flugvellinum í Keflavík en undanfarin ár í ljósi gjaldþrots WOW air. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um aðrar breytingar á starfsmannamálum, ef undan er skilið að sex manns var sagt upp hjá dótturfélaginu Fríhöfninni Meira »

Flugfélög skoða að fjölga flugferðum

1.4. Hafin er vinna við að bjóða aftur 205 starfsmönnum Airport Associates, af þeim 315 sem sagt var upp í síðustu viku, nýjan ráðningarsamning. Þá skoða bæði innlend og erlend flugfélög að fjölga hingað ferðum í sumar. Meira »

„Rússneskur Pútínblær“ hjá Glitni

15.3. Krafa Glitnis í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media er ekki lengur lögbann heldur aðeins strípuð krafa um fyrirfram bann við umfjöllun upp úr ákveðnu efni. „Það kallast bara ritskoðun.“ Þetta sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar í málflutningi sínum í Hæstarétti í dag. Meira »

Verkfallið „ekki aðalumfjöllunarefnið“

8.3. Þessa dagana fer fram stærsta ferðakaupstefna heims í Berlín í Þýskalandi. Verkefnastjóri Íslandsstofu segir verkföll og stöðu fluggeirans vera lítið sem ekkert í umræðunni og að ferðaheildsalar séu áfram jákvæðir gagnvart Íslandi sem áfangastað. Meira »

Stjórnin ekki einróma um uppsögn Sveins

9.2. Stjórn Matís var ekki einróma um uppsögn Sveins Margeirssonar, fyrrverandi forstjóra Matís, þegar honum var sagt upp í desember. Þetta kemur fram í fundargerðum stjórnar Matís sem mbl.is hefur fengið afhentar. Meira »

Brekkusprettir í spandexi og frosti

30.1. Á föstudagskvöldið fer fram fyrsta hjólreiðamót ársins, en það er RIG – Brekkusprettir-keppnin sem er hluti af Reykjavík international games. Að venju er keppt í sprettum upp Skólavörðustíginn með útsláttarfyrirkomulagi. Þá verður einnig keppt í „lengsta sprettinum“, nýju keppnisfyrirkomulagi. Meira »

LED-væðing og Snorrabraut endurhönnuð

25.1. Á þessu ári mun Reykjavíkurborg setja 1.300 milljónir í ýmiss konar uppbyggingu og gatna- og umhverfisframkvæmdir í miðborginni. Borgarstjóri segir að meginþungi af því uppbyggingarskeiði sem hefur verið í gangi undanfarin ár í miðbænum muni klárast á næstu 2-3 árum. Meira »

„Stundum í spinning með Skúla“

10.4. Mikill hiti var í dómsal í héraðsdómi í dag þegar þingfesting, fyrirtaka og málflutningur fór fram vegna kröfu Arion banka um að Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri WOW air, myndi víkja sem skiptastjóri búsins vegna vanhæfis. Lögmaður Arion sakaði Svein um að vega gróflega að bankanum. Meira »

Bíða þess nú að sjá pakka stjórnvalda

2.4. Eftir að saman náðist um meginlínur kjarasamninga milli SA og versl­un­ar­manna og SGS er enn eftir eitt mikilvægt atriði. Það er sjá hvað felst í pakkanum sem stjórnvöld munu kynna fyrir deiluaðilum. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Deiluaðilar funda með stjórnvöldum kl. 9. Meira »

Skannaði ráðhúsið inn á hálfum degi

17.3. Með tuttugu leysigeislamyndatökum var hægt að ná nákvæmri þrívíddarmynd af ráðhúsi Reykjavíkur þar sem nákvæmnin er upp á millimetra. Þegar kuldatímabilið gekk yfir í febrúar nýtti verkfræðingurinn Jón Bergmann Heimisson tækifærið og „skannaði“ ráðhúsið frá þeirri hlið sem snýr að Tjörninni. Meira »

„Fjölmiðlar verði ósnertanlegir“

15.3. Í lögbannsmáli Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavík Media er tekist á um tvö mikilvæg álitaefni. Annars vegar um skyldu blaðamanna til að bera vitni fyrir dómi þegar um er að ræða verndun heimildarmanna og síðan um vald fjölmiðla til birtingar á umfangsmiklum gögnum. Meira »

Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

19.2. Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verður tekin fyrir í héraðsdómi á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins. Meira »

Ungstirnin sigruðu í nístingskulda

1.2. Það voru þau Natalía Erla Cassata og Agnar Örn Sigurðarson sem stóðu uppi sem sigurvegarar í RIG brekkusprettum hjólakeppninni. Keppnin fór fram á Skólavörðustíg í kvöld þar sem fjölmenni fylgdist með hjólreiðafólkinu spretta úr spori í nístingskulda. Meira »

Slökkvistöð í Breiðholti kynnt fljótlega

28.1. Á næstu vikum munu hugmyndir fyrir nýja slökkvistöð á höfuðborgarsvæðinu líklega líta dagsins ljós, en um er að ræða slökkvistöð sem taka á við af stöðinni á Tunguhálsi. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að 2-3 möguleikar meðfram Breiðholtsbraut séu á teikniborðinu á lokametrunum. Meira »

Hið opinbera fer á fullt í framkvæmdum

24.1. Fulltrúar tíu opinberra stofnana, opinberra fyrirtækja og sveitarfélaga kynntu í dag framkvæmdir fyrir samtals 128 milljarða króna sem gert er ráð fyrir að ráðist verði í á þessu ári. Í fyrra var sambærileg tala um 80 milljarðar og er fjárfestingin því að aukast um 60% milli ára. Meira »