Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Fyrstu árin skrifaði Þorsteinn um viðskipti og efnahagsmál, en frá 2016 var hann á almennri fréttadeild. Hann hefur meðal annars skrifað um dómsmál og skipulagsmál. Aðstoðarfréttastjóri mbl.is frá 2016.

Yfirlit greina

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

19.2. Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

„Fólkið í landinu sem tapar“

2.2. Þrátt fyrir að hafa unnið lögbannsmál Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media segja ritstjórar Stundarinnar að sigurinn sé ekki fullunninn meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn. Miðlarnir sæta enn lögbanni þangað til og geta ekki haldið áfram umfjöllun sem byggði á gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

„Nú er komið nóg“

14.1. Það mikilvægasta við #metoo-herferðina er að leiðrétta þau viðhorf að kynferðisofbeldi, kynferðisleg mismunun og áreitni sé eðlilegur hluti af lífi kvenna. Þetta segir Katrín Jónsdóttir, fótboltakona og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, en hún telur gott að fá að upplifa þessa tíma breytinga. Meira »

„Komin með landakort að framtíðinni“

23.12. Á næstu vikum munu borgaryfirvöld funda með eigendum lóða á Skeifusvæðinu um næstu skref í þróun og uppbyggingu svæðisins. Borgarstjóri segir nýtt rammaskipulag landakort að framtíð svæðisins. Hann gerir ráð fyrir að fljótlega verði hafist handa við breytingar, en að margt muni taka langan tíma. Meira »

Neitar sök í Hagamelsmáli

20.12. Khaled Cairo, 38 ára gamall Jemeni sem ákærður er fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september, neitar sök í málinu. Þetta kom fram við þingfestingu þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakaneitunin beinist fyrst og fremst að því að hann hafi verið ósakhæfur á verknaðarstundu. Meira »

100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg

15.12. Í síðustu viku var fyrst greint frá því að gagnasafn með 1,4 milljörðum lykilorða væri aðgengilegt á vefnum, en það hafði áður gengið kaupum og sölum á svokölluðu hulduneti (e. dark web). Að lágmarki 100 þúsund íslensk lykilorð er að finna í þessu gagnasafni og líklega eru þau mun fleiri. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

12.12. Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Auglýsa stöðu fréttaritstjóra Vodafone

1.12. Stjórnendur Vodafone og 365 héldu nú í morgun fund með starfsfólki 365 vegna kaupa Vodafone á stórum einingum 365 sem gengu í gegn í dag. Staða nýs fréttaritstjóra verður auglýst á næstunni hjá Vodafone og nýr fréttavefur Fréttablaðsins settur í loftið fljótlega. Meira »

Séríslenska leiðin eða skynsamlega leiðin

16.2. Það eru allir sammála um að það vantar mikinn fjölda íbúða á Íslandi, en erfiða spurningin er hvort fara eigi séríslenska leið átaksverkefna með tilheyrandi uppsveiflu og niðursveiflu í kjölfarið eða skynsamlegri leið yfir lengra tímabil. Meira »

Hættu við flugið vegna hótelleysis

2.2. Breska ferðaskrifstofan Super Break sem hefur í vetur verið með beint flug tvisvar í viku frá Bretlandi til Akureyrar hefur hætt við áform sín um beint sumarflug. Ástæðan er ekki lélegar viðtökur farþega, heldur einfaldlega að ekki er hægt að tryggja nægjanlegt gistirými á Akureyri og nágrenni. Meira »

Íslensk hjól í bandarískar búðir

24.12. Íslenski hjólaframleiðandinn Lauf kynnti á þessu ári sitt fyrsta reiðhjól. Nýlega gerðu þeir samstarfssamninga við nokkrar hjólaverslunarakeðjur í Bandaríkjunum og fleiri samningar eru á lokametrunum. Stjórnendurnir eru með háleit markmið fyrir komandi ár og stefna á sölu þúsunda hjóla á næstu árum. Meira »

750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn

22.12. Nýtt rammaskipulag fyrir Skeifusvæðið var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í gær, en þar er gert ráð fyrir heildar endurskipulagningu svæðisins þar sem stór hluti húsanna á svæðinu verður endurbyggður. 750 íbúðir eiga að vera á svæðinu, bílastæðahús og aukið þjónusturými. Meira »

Dómur í sama máli sama dag 2 árum síðar

15.12. Nákvæmlega tveimur árum eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða verður aftur kveðinn upp dómur í málinu eftir seinni umferð þess hjá héraðsdómi. Hittir svo á að í bæði skiptin var dómur kveðinn upp 21. desember. Í fyrra skiptið árið 2015, en núna árið 2017. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

13.12. Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Handsamaði og hlúir að máttförnum haferni

2.12. Síðustu fjórar vikur höfðu Snorri Rafnsson, sem þekktur er sem Vargurinn, og faðir hans fylgst með haferni í nágrenni Ólafsvíkur sem virtist heldur máttfarinn. Nokkrum sinnum hafði Snorri reynt að nálgast fuglinn en aldrei orðið ágengt fyrr en á fimmtudaginn þegar honum tókst að handsama fuglinn. Meira »

Segist áfram lofa endurgreiðslu

30.11. Á morgun er viðmiðunardagur Þjóðskrár til að meta trúfélagsskráningu fyrir næsta ár. Það þýðir að fjármunir sem fylgja hverjum félagsmanni í formi sóknargjalda ráðstafast á það trúfélag sem viðkomandi er skráður í. Fyrir tveimur árum var fóru margir yfir í trúfélagið Zuism sem lofaði endurgreiðslu. Meira »