Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Fyrstu árin skrifaði Þorsteinn um viðskipti og efnahagsmál, en frá 2016 var hann á almennri fréttadeild. Hann hefur meðal annars skrifað um dómsmál og skipulagsmál. Aðstoðarfréttastjóri mbl.is frá 2016.

Yfirlit greina

Kílómetrafjöldinn passar við nýtt mat

10.7. Óútskýrður akstur Thomasar Møller Olsen að morgni 14. janúar er 190 kílómetrar, en ekki að lágmarki 140 kílómetrar eins og hafði komið fram við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þar með er opið fyrir að Thomas hafi getað ekið alla leið að Óseyrarbrú, en ekki bara að Vogaósum. Meira »

Enn hrynur úr fjallinu

7.7. „Þetta er algjör leðja og maður getur lítið skoðað þetta, en skriðan stíflaði ána alveg.“ Þetta segir Erla Dögg Ármannsdóttir, bóndi á bænum Hítardal, þar sem skriða féll úr Fagraskógarfjalli fyrr í dag. Hún segir að enn hrynji úr fjallinu. Meira »

„Mikilvæg vegferð fyrir Arion og kerfið“

17.5. Áhugi sem forsvarsmenn Arion banka hafa skynjað erlendis frá og mikilvægi þess að fá breitt og blandað eignarhald, bæði íslenskt og erlent, eru ástæður þess að farið er í tvíhliða skráningu Arion banka bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Þetta segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Meira »

Íslandsáhugi á Google fer dvínandi

16.4. Áhugi á Íslandi hefur farið dvínandi undanfarið sé tekið mið af tölum frá netfyrirtækinu Google yfir fjölda leitarfyrirspurna þar sem leitað er að flugi til Íslands. Áhuginn náði hæstu hæðum í fyrra eftir samfellda uppsveiflu árin þar á undan, en í ár er staðan svipuð og árið 2016. Meira »

50 íbúðir á teikniborðinu

5.4. Tæplega 50 íbúðir eru nú á teikniborðinu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en þær tengjast flestar þremur verkefnum í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Þegar þetta er sett í samhengi við íbúafjölda sveitarfélagsins sem er aðeins 690 er ljóst að mikill hugur er í heimamönnum. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

19.2. Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

„Fólkið í landinu sem tapar“

2.2. Þrátt fyrir að hafa unnið lögbannsmál Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media segja ritstjórar Stundarinnar að sigurinn sé ekki fullunninn meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn. Miðlarnir sæta enn lögbanni þangað til og geta ekki haldið áfram umfjöllun sem byggði á gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

„Nú er komið nóg“

14.1. Það mikilvægasta við #metoo-herferðina er að leiðrétta þau viðhorf að kynferðisofbeldi, kynferðisleg mismunun og áreitni sé eðlilegur hluti af lífi kvenna. Þetta segir Katrín Jónsdóttir, fótboltakona og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, en hún telur gott að fá að upplifa þessa tíma breytinga. Meira »

Hítará hefur fundið nýjan farveg

8.7. Hítará hefur fundið sér nýjan farveg eftir að skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði ána í gærmorgun. Lón myndaðist fyrir ofan skriðuna, en eftir því sem það fylltist fór að renna suður með skriðunni í þverána Tálma. Sú á rennur svo um 10-12 kílómetrum neðar aftur í gamla farveg Hítarár. Meira »

Oliver og Heiða halda í sjávarútveginn

17.6. Rekjanleiki á fiski er grunnhugmynd á nýju vörumerki sem verður dreift í Bandaríkjunum undir heitinu Niceland. Það mun endanlegur kaupandi í matvörubúð eða á veitingastað geta séð hvaðan fiskurinn er veiddur og hvenær það var. Meira »

Fækkar um 20-30% frá bestu mörkuðunum

16.4. Á þessu ári gæti stefnt í 20-30% samdrátt á ferðamönnum frá ákveðnum kjarnamörkuðum í Mið-Evrópu. Þetta sýnir bókunarstaða þessa hóps í dag og fram á sumarið samkvæmt formanni Samtaka ferðaþjónustunnar. Þrátt fyrir dvínandi áhuga á Íslandi í gegnum Google er hótelrekandi bjartsýnn. Meira »

Frumvarp um þjóðarsjóð næsta vetur

15.4. Fyrirhugað er að ljúka við undirbúning að stofnun nýs þjóðarsjóðs næsta vetur og samhliða því að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um stofnun sjóðsins. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn taki til starfa árið 2020. Meira »

Ferðamenn hafa áhrif á íbúafjölda

5.4. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Skaftárhrepps hlutfallslega mest allra sveitarfélaga á landinu eða um 18%. Íbúum í fámennustu sveitarfélögum landsins fækkar, en í millistórum sveitarfélögum er nokkur fjölgun. Ferðamannaflæði um landið hefur nokkur áhrif á hvar fjölgar og hvar fækkar. Meira »

Séríslenska leiðin eða skynsamlega leiðin

16.2. Það eru allir sammála um að það vantar mikinn fjölda íbúða á Íslandi, en erfiða spurningin er hvort fara eigi séríslenska leið átaksverkefna með tilheyrandi uppsveiflu og niðursveiflu í kjölfarið eða skynsamlegri leið yfir lengra tímabil. Meira »

Hættu við flugið vegna hótelleysis

2.2. Breska ferðaskrifstofan Super Break sem hefur í vetur verið með beint flug tvisvar í viku frá Bretlandi til Akureyrar hefur hætt við áform sín um beint sumarflug. Ástæðan er ekki lélegar viðtökur farþega, heldur einfaldlega að ekki er hægt að tryggja nægjanlegt gistirými á Akureyri og nágrenni. Meira »

Íslensk hjól í bandarískar búðir

24.12. Íslenski hjólaframleiðandinn Lauf kynnti á þessu ári sitt fyrsta reiðhjól. Nýlega gerðu þeir samstarfssamninga við nokkrar hjólaverslunarakeðjur í Bandaríkjunum og fleiri samningar eru á lokametrunum. Stjórnendurnir eru með háleit markmið fyrir komandi ár og stefna á sölu þúsunda hjóla á næstu árum. Meira »