Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Fyrstu árin skrifaði Þorsteinn um viðskipti og efnahagsmál, en frá 2016 var hann á almennri fréttadeild. Hann hefur meðal annars skrifað um dómsmál og skipulagsmál. Aðstoðarfréttastjóri mbl.is frá 2016.

Yfirlit greina

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

í fyrradag Fyrir rúmlega ári hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

„Átti að taka þá í klikkaða ævintýraferð“

2.11. Á síðustu árum hafa malarhjólreiðar sótt mikið í sig veðrið víða um heim og nú í síðasta mánuði komu hjólreiðamenn frá einum vinsælasta hjólamiðli heims og tóku upp myndskeið þar sem þeir ferðast um Fjallabak. Eiga þeir vart orð til að lýsa íslenskri náttúru. Meira »

Fimmtungur mætir á hjóli

28.10. Yfir sumartímann mætir um fimmtungur starfsmanna Advania til vinnu á hjóli, eða um 125 manns á hverjum degi. Þá mættu um 55% til vinnu með öðrum hætti en á einkabíl, en hlutfallið verður líklega um 50% í vetur. Um helmingur starfsfólks hefur undirritað samgöngusamning og fjölgaði um 40% milli ára. Meira »

Fyrsta ár H&M „algjörlega frábært“

12.10. Í dag var þriðja verslun fatakeðjunnar H&M opnuð hér á landi. Jafnframt er um að ræða fyrstu H&M verslunina hér á landi sem selur húsbúnað og þá er verslunin sú fyrsta sem opnar á nýju Hafnartorgi, en þar hefur mikil uppbygging verið í gangi undanfarið sem nú sér fyrir endann á. Meira »

Fór fram á aukna refsingu yfir Hreiðari

11.10. Saksóknari fór í dag fram á að Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, yrði gerð aukin refsing við þau sjö ár sem hann hefur þegar hlotið í þremur öðrum sakamálum. Fór saksóknari fram á að Hreiðar yrði dæmdur í 12-15 mánaða fangelsi í innherja- og umboðsvikamáli sem er fyrir dómi. Meira »

„Staddur í hálfgerðum fáránleika“

10.10. Bæði ákærðu í innherja- og umboðssvikamáli tengt félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., þau Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, mættu við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Meira »

23 mál á 10 árum og 6 enn ólokið

7.10. Tíu árum eftir að íslenska fjármálakerfið hrundi eru enn sex sakamál í gangi fyrir íslenskum dómstólum sem ekki hefur fengist niðurstaða í. Líklegt er að það muni alla vega taka 12 ár fyrir málin að fara gegnum réttarkerfið. En hver er staða þessara mála og hvernig enduðu þau sem er lokið? Meira »

Aurum fer fram fyrir Stím í röðinni

27.9. Málflutningur í Aurum-holding málinu kláraðist fyrir Landsrétti í gær eftir tveggja daga þinghald. Verjendur hinna ákærðu kröfðust sýknu eða frávísunar, en ákæruvaldið fór fram á fangelsi yfir þeim þremur sem ákærðir eru, frá tveimur árum upp í fimm ár. Meira »

440 milljónir í þróun á nýjum leik

12.11. Um síðustu mánaðamót hófst svokölluð alpha-prófun á íslenskum tölvuleik sem hefur verið fjögur ár í þróun. Þegar hafa fjárfestar sett tæplega 440 milljónir í þróun hans, en aðstandendur vonast eftir því að nokkur hundruð þúsund manns muni spila leikinn þegar hann verður formlega gefinn út. Meira »

Landvarsla í fyrsta skipti á einkalandi

28.10. Í sumar stóðu Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri fyrir nýstárlegu verkefni, en þá var í fyrsta skiptið haldið úti landvörslu á Víknaslóðum. Er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem haldið er úti landvörslu á landi í einkaeigu hér á landi. Meira »

„Var fyrst og fremst nörd“

16.10. Athafnarmaðurinn Paul Allen var flókin persóna sem hafði mörg áhugamál, allt frá gítarleik yfir í tækniþróun og rannsóknir á hafsbotni og fornminjum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og vinur Allen ræddi við mbl.is um rannsóknarferðir þeirra víða um heim og hvernig mann Allen hafði að geyma. Meira »

„Fordæmalaus tilraunastarfsemi“

11.10. Allt önnur mynd var dregin upp af málsatvikum af verjanda Hreiðars Más Sigurðssonar um þá atburði sem urðu til þess að gefin var út ákæra tengd meintum innherja- og umboðssvikum Hreiðars. Sagði hann saksóknara leitast eftir því að skapa ný dómafordæmi í réttarsögunni sem væru í andstöðu við fyrri dómafordæmi. Meira »

300 milljónir sem fóru til skattsins

10.10. Við aðalmeðferð í innherja- og umboðssvikamáli sem tengist félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. var meðal annars deilt um það hvernig 574 milljóna króna lán var samþykkt. Var það veitt fyrrnefndu félagi í tengslum við að Hreiðar nýtti kaupréttarákvæði í samningi sínum við Kaupþing. Meira »

Sólheimajökull hopaði um 110 metra í ár

8.10. Á hverju ári síðustu átta ár hafa nemendur í sjöunda bekk í Hvolsskóla farið upp að Sólheimajökli og mælt hversu mikið jökullinn hefur hopað. Síðasta árið hefur jökullinn hopað um 110 metra, sem er það mesta hingað til, en frá því mælingar hófust hefur hann hopað um samtals 379 metra. Meira »

Enn einu skattabrotinu vísað frá

29.9. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að vísa frá skattabroti sem ákæruvaldið hafði höfðað gegn fyrrverandi heildsala sem í dag er á áttræðisaldri. Var hann sakaður um að hafa svikið um 38 milljónir undan skatti með því að hafa ekki talið fram fjármagnstekjur upp á 376 milljónir. Meira »

Rými fært frá bílum aftur til fólksins

21.9. Fyrir tveimur árum var ákveðið að ráðast í nokkuð róttækar breytingar á skipulagi á hluta Eixample-svæðisins í Barcelona og fékk verkefnið nafnið „superblocks“. Silvia Casorrán, ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona, segir verkefnið hafa bætt öryggi í hverfinu og þá hafi líf á götunum aukist mikið. Meira »