Erfiðast fyrir þá sem misstu ástvini sína

Dagmál | 15. maí 2023

Erfiðast fyrir þá sem misstu ástvini sína

„Þetta var hræðileg tilfinning en þetta var nokkuð sem ég hafði enga stjórn á vegna kórónuveirufaraldursins,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Erfiðast fyrir þá sem misstu ástvini sína

Dagmál | 15. maí 2023

„Þetta var hræðileg tilfinning en þetta var nokkuð sem ég hafði enga stjórn á vegna kórónuveirufaraldursins,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

„Þetta var hræðileg tilfinning en þetta var nokkuð sem ég hafði enga stjórn á vegna kórónuveirufaraldursins,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Hareide, sem er 69 ára gamall, stýrði danska landsliðinu frá 2016 til ársins 2020 og fór með liðinu á eitt stórmót, HM 2018 í Rússlandi.

Danir komust einnig í lokakeppni EM 2020 undir stjórn Hareides en mótinu var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins og í millitíðinni rann samningur Norðmannsins út.

„Það var erfitt fyrir mig að missa af lokamótinu en það var erfiðara fyrir þá sem greindust með veiruna og þá sem misstu ástvini sína úr sjúkdómnum,“ sagði Hareide.

„Fótboltinn getur verið mjög skrítinn og það yrði mjög sérstakt fyrir mig að upplifa stórmót með íslenska liðinu og stuðningsmönnum liðsins.

Ég fylgdist vel með Íslandi á EM í Frakklandi og ég held að allir í Evrópu hafi stutt Ísland á mótinu,“ sagði Hareide meðal annars.

Viðtalið við Åge Hareide í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Aron Einar Gunnarsson fagnar með stuðningsmönnum eftir frækinn sigur Íslands …
Aron Einar Gunnarsson fagnar með stuðningsmönnum eftir frækinn sigur Íslands gegn Englandi á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is