Kampavín og tómatar á Friðheimum

Innlend veitingahús | 7. júlí 2023

Kampavín og tómatar á Friðheimum

Nýjasta viðbótin við vel heppnaða flóru Friðheima er Vínstofa Friðheima sem er í grunninn vín- og vinnustofa í gömlu gróðurhúsi, sem var opnuð í síðustu viku með pompi og prakt.

Kampavín og tómatar á Friðheimum

Innlend veitingahús | 7. júlí 2023

Fjölskyldan vinnur náið saman og er ánægð með afraksturinn. Dóróthea …
Fjölskyldan vinnur náið saman og er ánægð með afraksturinn. Dóróthea Ármann og eiginmaður hennar, Kristján Geir Gunnarsson, sjá um rekstur Vínstofunnar. Hér eru þau ásamt Karitas Ármann, systur Dórótheu, og foreldrum hennar, Helenu Hermundardóttur og Knúti Ármann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýjasta viðbótin við vel heppnaða flóru Friðheima er Vínstofa Friðheima sem er í grunninn vín- og vinnustofa í gömlu gróðurhúsi, sem var opnuð í síðustu viku með pompi og prakt.

Nýjasta viðbótin við vel heppnaða flóru Friðheima er Vínstofa Friðheima sem er í grunninn vín- og vinnustofa í gömlu gróðurhúsi, sem var opnuð í síðustu viku með pompi og prakt.

Vínstofan er staðsett í einu af eldri gróðurhúsum Birkilundar sem búið er að gera á glæsilega yfirhalningu og er í anda Friðheima, í sátt við náttúru og umhverfi. Hjónin Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir stofnuðu Friðheima árið 1995 og hafa, ásamt fjölskyldu sinni, rekið fyrirtækið síðan af miklum myndarskap. Á Friðheimum eru ræktaðir tómatar allt árið um kring en þar er einnig rekin lítil hrossarækt. Knútur og Helena opnuðu býlið og gróðurhúsin fyrir ferðamönnum árið 2008. Þau taka á móti gestum allt árið um kring í gróðurhúsakynningar og hádegismat. Þá stendur gestum til boða að mæta í hesthúsið og á hestasýningar.

Dóróthea og maki hennar Kristinn Geir sjá um rekstur Vínstofunnar …
Dóróthea og maki hennar Kristinn Geir sjá um rekstur Vínstofunnar á Friðheimum í samráði við foreldra Dórótheu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hugmyndin kviknaði í covid

Dóttir Knúts og Helenu, Dóróthea Ármann og maki hennar, Kristján Geir Gunnarsson, standa að baki Vínstofunni ásamt foreldrum hennar. Aðspurð segja þau að hugmyndin að Vínstofunni eigi sér ekki langan aðdraganda. „Hugmyndin að vínstofunni kviknaði árið 2020 þegar ferðaþjónustan stöðvaðist á einum degi út af covid. Þá skapaðist svigrúm til þess að nýta tímann og kraftinn í að stækka garðyrkjustöðina. Það eina sem vantaði var meira land. Lukkulega voru nágrannar Friðheima, þau Dagur og Ína, til í að selja sína garðyrkjustöð, gamla Birkilund. Með því fylgdu gömul gróðurhús í ágætu ásigkomulagi sem urðu til þess að fjölskyldan fór að velta fyrir sér í hvað þau gætu nýst til framtíðar. Þannig kviknaði hugmyndin að Vínstofunni,“ segir Dóróthea, sæl á svip.

Þetta er þyngsti bar Íslands og vegur 10 tonn. Grjótið …
Þetta er þyngsti bar Íslands og vegur 10 tonn. Grjótið kemur frá nágrönnum fjölskyldunnar á Brekku og trén stóðu á landi Birkilundar. Þau þurfti að fella til að rýma fyrir nýju gróðurhúsunum sem byggð voru 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdir hófust í lok árins 2022 og voru teknar með trukki, því Friðheimafjölskyldan vildi opna Vínstofuna sumarið 2023. „Við erum svo heppin að hafa einvalalið iðnaðarmanna með okkur í liði og því gekk allt hratt og vel,“ segir Dóróthea. „Hönnun Vínstofunnar kom eiginlega af sjálfri sér en við fjölskyldan hjálpuðumst öll að við að henda á milli okkar hugmyndum ásamt frábæra smiðnum okkar, Karli Jóhanni Bridde, sem kom með góðar hugmyndir á færibandi og framkvæmdi þær líka. Hann á mjög stóran part af hönnuninni ásamt okkur,“ heldur Dóróthea áfram.

Flétta inn matar- og vínupplifun

Vínstofan er hugsuð sem samkomuhús fyrir sveitunga og aðra góða gesti. Þangað er hægt að mæta í drykk, hitta fólk, njóta stundarinnar eða bara glugga í bók en stór og falleg bókahilla rammar inn sviðið. „Vínstofan er einnig hugsuð sem vinnustofa en þar eru þrjú fullbúin fundarherbergi, tilvalin fyrir fundi, vinnustofur og námskeið. Með haustinu stendur til að flétta inn matar- og vínupplifun með sögustund sem hentar vel fyrir einstaklinga og litla hópa og þannig fléttast Vínstofan inn í ferðaþjónustuna á Friðheimum. Að lokum er þetta auðvitað fullkominn staður fyrir viðburði eins og tónleika, uppistand, brúðkaup og áfram mætti lengi telja,“ segir Dóróthea.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikill metnaður hefur verið lagður í vínseðil Vínstofunnar og boðið er upp á eðalvín sem eiga sögu og gæðin eru í fyrirrúmi. Vínseðillinn spannar núna 17 blaðsíður og lengist enn. Meðal vína sem í boði eru, er kampavínið Philipponnat sem Stefán Einar Stefánsson hjá Kampavínsfjelaginu flytur inn frá kampavínshéraðinu í Frakklandi og nýtur mikilla vinsælda.

Lyftistöng fyrir samfélagið

Vínstofan á Friðheimum var opnuð með pompi og prakt á dögunum þar sem gestir fögnuðu með fjölskyldunni og samstarfsfólki þeirra. Vínstofan er kærkomin viðbót í flóruna og ákveðin lyftistöng fyrir samfélagið. „Við erum fyrst og fremst spennt fyrir þessum nýja kafla í okkar fyrirtækjarekstri en Vínstofan er að mörgu leyti mjög samfélagslegt verkefni með það að markmiði að auðga okkar samfélag, þorpið okkar og nágrenni og síðan sameina sveitunga og ferðamenn. Eins erum við að taka nýjan vinkil á fyrirtækið okkar. En svo erum við auðvitað líka bara mjög stolt. Við erum búin að leggja mikla vinnu í þetta verkefni okkar og dagsverkin voru mörg undanfarnar vikur. Við vorum búin að einsetja okkur að opna í júní og það tókst. Við opnuðum 30. júní. Nú er bara að halda áfram, við erum rétt að byrja,“ segir Dóróthea að lokum.

Vínstofan er opin alla daga frá kl. 13:00 til 22:00 og allir hjartanlega velkomnir. Hægt er að fylgjast með viðburðum á dagskrá Vínstofunnar á Instagram-síðunni @vinstofa.fridheimar.

Vínseðillinn er hinn glæsilegasti og þar má finna mörg gæðavín …
Vínseðillinn er hinn glæsilegasti og þar má finna mörg gæðavín sem eiga sér sögu. Fallegir og bragðgóðir kokteilar eru líka í boði meðal annars eins og þessi dásemd þar sem basilíka er í aðalhlutverki. mbl.is/Kristinn Magnússon
Vínstofan skartar þessu glæsilega sviði sem er sérsmíðað og rammað …
Vínstofan skartar þessu glæsilega sviði sem er sérsmíðað og rammað inn með bókahillum á einstaklega skemmtilegan hátt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Vínstofan er einnig hugsuð sem vinnustofa. Þrjú fullbúin fundarherbergi eru …
Vínstofan er einnig hugsuð sem vinnustofa. Þrjú fullbúin fundarherbergi eru til reiðu, tilvalin fyrir fundi, vinnustofur og hvers kyns námskeið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ein vinnustofan með hringborði.
Ein vinnustofan með hringborði. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fegurðin og náttúran mynda fallega heildarmynd.
Fegurðin og náttúran mynda fallega heildarmynd. mbl.is/Kristinn Magnússon
Boðið er upp á smárétti og nýbakað brauð og kræsingar …
Boðið er upp á smárétti og nýbakað brauð og kræsingar sem ræktaðar eru á staðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Falleg vintage húsgögn prýða Vínstofuna en fjölskyldan fór til Hollands …
Falleg vintage húsgögn prýða Vínstofuna en fjölskyldan fór til Hollands í antikbúðir og flutti með sér heim þau húsgögn sem heilluðu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hægt að mæta í drykk, hitta fólk, njóta stundarinnar eða …
Hægt að mæta í drykk, hitta fólk, njóta stundarinnar eða bara glugga í bók en stór og falleg bókahilla rammar inn sviðið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hvert sem litið er, er náttúran í forgrunni.
Hvert sem litið er, er náttúran í forgrunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Útisvæðið formast eftir landslaginu. Þar er setið á milli nýjustu …
Útisvæðið formast eftir landslaginu. Þar er setið á milli nýjustu gróðurhúsanna og þeirra elstu, en það eru tæplega 50 ára aldursmunur á milli gróðurhúsanna. Þannig sést skýrt þróun gróðurhúsa í gegnum árin Á endanum er útisvæðinu lyft upp þar sem hægt er að sitja og horfa yfir Reykholtshverfið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hjónin Knútur Ármann og Helena hafa lagt ástríðu sína í …
Hjónin Knútur Ármann og Helena hafa lagt ástríðu sína í að byggja upp svæðið á Friðheimum og ávallt haft hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is