Ekki byggt á traustum grunni

Borgarlínan | 8. september 2023

Ekki byggt á traustum grunni

„Það lá fyrir að kostnaðaráætlanir samgöngusáttmálans væru ekki byggðar á traustum grunni, ég benti á það strax í upphafi árs,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, spurð um viðbrögð við upplýsingum frá fjármálaráðherra um stórfellt vanmat kostnaðaráætlunar samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki byggt á traustum grunni

Borgarlínan | 8. september 2023

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Kristófer Liljar

„Það lá fyrir að kostnaðaráætlanir samgöngusáttmálans væru ekki byggðar á traustum grunni, ég benti á það strax í upphafi árs,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, spurð um viðbrögð við upplýsingum frá fjármálaráðherra um stórfellt vanmat kostnaðaráætlunar samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu.

„Það lá fyrir að kostnaðaráætlanir samgöngusáttmálans væru ekki byggðar á traustum grunni, ég benti á það strax í upphafi árs,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, spurð um viðbrögð við upplýsingum frá fjármálaráðherra um stórfellt vanmat kostnaðaráætlunar samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu.

„Verkefnið fram undan er að finna út úr því hvernig við ætlum að forgangsraða verkefnum á komandi árum og hvað er raunhæft í þeim efnum. Það blasir við að eitthvað þarf að gera. Það þarf að efla almenningssamgöngur, leysa úr umferðarþunganum sem hefur farið vaxandi ár frá ári. Endurskoðun sáttmálans stendur yfir og ég bind vonir við að við fáum að sjá niðurstöðu á næstu vikum,“ segir Ásdís ennfremur.

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir það ekki ný tíðindi að kostnaður við sáttmálann hafi verið vanáætlaður. Ákveðið hafi verið í mars sl. að hefja endurskoðun á sáttmálanum og ríkið og sveitarfélögin stofnað viðræðuhóp í því skyni.

Hætt við framkvæmdir?

Bendir Davíð á að fyrir liggi að Keldnalandið muni skila meiri verðmætum en gert hafi verið ráð fyrir. Byggingarlandið hafi verið framlag ríkisins til verkefnisins og gæti brúað bilið að einhverju leyti. Það sem upp á vanti mætti brúa með því að fresta framkvæmdum eða hætta við tilteknar framkvæmdir. » 4

mbl.is