Hefðu betur haldið sig bara við vopnalagabrotið

Ákært fyrir hryðjuverk | 2. október 2023

Hefðu betur haldið sig bara við vopnalagabrotið

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar, annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, segir frávísun á ákærulið er varðar undirbúning hryðjuverka, ekki koma sér á óvart.

Hefðu betur haldið sig bara við vopnalagabrotið

Ákært fyrir hryðjuverk | 2. október 2023

Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sindra Snæs.
Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sindra Snæs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar, annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, segir frávísun á ákærulið er varðar undirbúning hryðjuverka, ekki koma sér á óvart.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar, annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, segir frávísun á ákærulið er varðar undirbúning hryðjuverka, ekki koma sér á óvart.

„Þetta er eitthvað sem maður sjálfur reiknaði frekar með. Málið er þannig vaxið að í mínum huga kom ekkert annað til álita en að vísa þessu frá,“ segir Sveinn Andri í samtali við mbl.is.

Þetta er í annað sinn sem hryðjuverkahluta ákærunnar á hendur Sindra Snæ og Ísidóri Nathanssyni er vísað frá.

Embætti héraðssaksóknara hefur þrjá sólarhringa til að ákveða hvort það muni kæra úrskurðinn til Landsréttar.

Slógu sig þar til riddara

„Þeir eru milli steins og sleggju getur maður sagt,“ segir Sveinn inntur eftir viðbrögðum við úrskurðinum.

„Þetta byrjar þannig að í upphafi sér lögreglan, sem er að rannsaka vopnalagabrot, þessi samskipti. Þá fer ákveðið erindi af stað í stað þess að fylgja þessum drengjum og rannsaka málið til hlítar – þá ákveður ríkislögreglustjóri að halda blaðamannafund, og lýsir því yfir áður en rannsókn byrjaði, að það væri búið að bjarga þjóðinni frá hryðjuverkaógn. Þeir slógu sig þar til riddara,“ segir Sveinn.

„Síðan þegar rannsókninni vindur fram verður ekki neitt úr neinu. Þá kemur í ljós að þetta er bara tveggja manna tal, fabúleringar, og það gengur einhvern veginn út á það, því miður, af hálfu héraðssaksóknara, að hjálpa ríkislögreglu við það að halda andliti.

Þeir hefðu betur sleppt því og heldur látið þetta gott heita og fellt niður þennan hryðjuverkaþátt og haldið sig við vopnalagabrotið. Í staðinn er búið að rústa lífi þessara ungu manna algjörlega að ósekju.“

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari vildi ekki tjá sig um úrskurðinn við mbl.is fyrr í dag.

mbl.is