Ríkið greiðir bróðurpart málsvarnarkostnaðar Sindra og Ísidórs

Ákært fyrir hryðjuverk | 14. mars 2024

Ríkið greiðir bróðurpart málsvarnarkostnaðar Sindra og Ísidórs

Ríkið greiðir þrjá fjórðu af málsvarnarlaunum Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sindra Snæs Birgissonar, og Einars Odds Sigurðssonar, verjanda Ísidórs Natanssonar í hryðjuverkamálinu svokallaða. 

Ríkið greiðir bróðurpart málsvarnarkostnaðar Sindra og Ísidórs

Ákært fyrir hryðjuverk | 14. mars 2024

Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Natanssyni er gert að greiða …
Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Natanssyni er gert að greiða fjórðung málsvarnarkostnaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkið greiðir þrjá fjórðu af málsvarnarlaunum Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sindra Snæs Birgissonar, og Einars Odds Sigurðssonar, verjanda Ísidórs Natanssonar í hryðjuverkamálinu svokallaða. 

Ríkið greiðir þrjá fjórðu af málsvarnarlaunum Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sindra Snæs Birgissonar, og Einars Odds Sigurðssonar, verjanda Ísidórs Natanssonar í hryðjuverkamálinu svokallaða. 

Tvímenningarnir voru sýknaðir af ákærum um til­raun til hryðju­verka og hlut­deild í til­raun til hryðju­verka en dæmdir fyrir brot gegn vopnalagagjöf. Var Sindri Snær dæmdur í tveggja ára fangelsi en Ísidór í 18 mánaða fangelsi.

22 milljónir á hvorn verjanda

Er þeim báðum gert að greiða fjórðung málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns. Eru málsvarnarlaun Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sindra Snæs, og Einars Odds Sigurðssonar, verjanda Ísidórs, 22 milljónir króna hvor um sig.

Einnig er Sindra Snæ gert að greiða fjórðung þóknunar verjanda síns á rannsóknarstigi, Ómari Arnari Bjarnþórssyni, sem nemur 2 milljónum króna. 

Ekki leiddi annan kostnað af meðferð málsins samkvæmt dómsuppsögu.

Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson, verjendur þeirra Sindra …
Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson, verjendur þeirra Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is