Saksóknari vill nýjan dómara í hryðjuverkamáli

Ákært fyrir hryðjuverk | 30. október 2023

Saksóknari vill nýjan dómara í hryðjuverkamáli

Í síðustu viku krafðist Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara í hryðjuverkamálinu, þess að dómari málsins fyrir héraðsdómi myndi víkja. Var þessi krafa sett fram af saksóknara vegna ummæla dómara í úrskurði frá í október þar sem málinu var vísað frá. Landsréttur felldi í síðustu viku úr gildi frávísun héraðsdóms og var dómstólnum gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. Það er Rúv sem greinir fyrst frá.

Saksóknari vill nýjan dómara í hryðjuverkamáli

Ákært fyrir hryðjuverk | 30. október 2023

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari mbl.is/Kristinn Magnússon

Í síðustu viku krafðist Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara í hryðjuverkamálinu, þess að dómari málsins fyrir héraðsdómi myndi víkja. Var þessi krafa sett fram af saksóknara vegna ummæla dómara í úrskurði frá í október þar sem málinu var vísað frá. Landsréttur felldi í síðustu viku úr gildi frávísun héraðsdóms og var dómstólnum gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. Það er Rúv sem greinir fyrst frá.

Í síðustu viku krafðist Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara í hryðjuverkamálinu, þess að dómari málsins fyrir héraðsdómi myndi víkja. Var þessi krafa sett fram af saksóknara vegna ummæla dómara í úrskurði frá í október þar sem málinu var vísað frá. Landsréttur felldi í síðustu viku úr gildi frávísun héraðsdóms og var dómstólnum gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. Það er Rúv sem greinir fyrst frá.

Hryðjuverkamálið er nú í annað sinn fyrir dómstólum, eftir að því var vísað frá í fyrsta skiptið. Í fyrra skiptið staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um frávísun vegna mikilla ágalla í ákæru um tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi.

Fór svo að héraðssaksóknari gaf að nýju út ákæru og sagði saksóknari við það tækifæri að embættið væri að fara eftir leiðbeiningum frá Landsrétti.

Nú í byrjun október vísaði héraðsdómur hins vegar málinu frá á nýjan leik. Kærði héraðssaksóknari þá ákvörðun og í síðustu viku felldi Landsréttur frávísun héraðsdóms úr gildi og gerði dómstólnum að taka málið fyrir efnislega.

Þau ummæli sem saksóknari tiltekur nú í kröfu sinn um að Daði Kristjánsson héraðssaksóknari víki eru: „[...] ef ekki er unnt að orða háttsemi sem ákært er út af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlýtur að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar.“

Karli Ingi segir við Rúv að ummæli Daða í úrskurðinum séu til þess fallin að saksóknari hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans í efa. Báðir verjendur mómæltu kröfunni.

Munnlegur málflutningur um kröfu saksóknara fer fram á miðvikudaginn. Aðalmeðferð málsins er áformuð 12-15. desember.

mbl.is