63,3% mjög sammála ákvörðun Bjarna

63,3% mjög sammála ákvörðun Bjarna

63,3% svarenda skoðanakönnunar á vegum Maskínu eru mjög sammála ákvörðun Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að segja af sér embætti.

63,3% mjög sammála ákvörðun Bjarna

Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra | 13. október 2023

Bjarni Benediktsson segir af sér sem fjármálaráðherra eftir álit umboðsmanns …
Bjarni Benediktsson segir af sér sem fjármálaráðherra eftir álit umboðsmanns Alþingis um að honum hafi brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. mbl.is/Kristinn Magnússon

63,3% svarenda skoðanakönnunar á vegum Maskínu eru mjög sammála ákvörðun Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að segja af sér embætti.

63,3% svarenda skoðanakönnunar á vegum Maskínu eru mjög sammála ákvörðun Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að segja af sér embætti.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem var framkvæmd dagana 12. og 13. október. Svarendur voru 916 talsins.

Bjarni sagði af sér í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um að hann hafi brostið hæfi til að framkvæma sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka en faðir Bjarna var meðal kaupenda í bankanum.

Mikill meirihluti vill Bjarna úr ríkisstjórn

16,8% þátttakenda sögðust fremur sammála ákvörðun hans og samtals 6,1% voru frekar ósammála ákvörðun hans eða mjög ósammála.

Svör 71% þátttakenda voru að Bjarni ætti að hætta sem ráðherra. 13% sögðust vilja sá hann halda áfram í öðru ráðuneyti og 2,8% að hann dragi til baka afsögnina og haldi áfram sem fjármála- og efnahagsráðherra.

mbl.is