Stutt síðan Danir gerðu ráðherraskipti

Stutt síðan Danir gerðu ráðherraskipti

Nýlegt fordæmi er fyrir því að ráðherrar á Norðurlöndum skiptist á stólum en tveir ráðherrar í ríkisstjórn Danmerkur skiptu um hlutverk í lok ágúst.

Stutt síðan Danir gerðu ráðherraskipti

Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra | 14. október 2023

Allir þessir ráðherrar eiga það sameiginlegt að hafa skipt um …
Allir þessir ráðherrar eiga það sameiginlegt að hafa skipt um stól á þessu ári. Samsett mynd

Nýlegt fordæmi er fyrir því að ráðherrar á Norðurlöndum skiptist á stólum en tveir ráðherrar í ríkisstjórn Danmerkur skiptu um hlutverk í lok ágúst.

Nýlegt fordæmi er fyrir því að ráðherrar á Norðurlöndum skiptist á stólum en tveir ráðherrar í ríkisstjórn Danmerkur skiptu um hlutverk í lok ágúst.

„Í laus­legri könn­un í lönd­un­um í kring­um okk­ur finn­ast eng­in dæmi þess, að ráðherra, sem sagt hef­ur af sér vegna ávirðinga í starfi, taki við öðru ráðuneyti í sömu rík­is­stjórn. Má af þessu ráða hversu mjög ís­lenskt stjórn­málasiðferði er af öðrum toga en það sem tíðkast í ná­granna­lönd­un­um,“ fullyrti Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks fyrr í dag.

Sagði verkefnin krefjast þess

mbl.is greindi frá því í ágúst að Jakob Ellemann-Jensen, þáverandi varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur, myndi setjast á ráðherrastól Troels Lund Poulsen, þáverandi efnahagsráðherra og flokksbróður hans.

Kölluðu ráðherrarnir tveir til blaðamannafundar í kjölfarið og útskýrðu ástæður skiptanna.

Ellemann sagði verkefni ráðuneytis síns krefjast þess að ráðherra gæti einbeitt sér algjörlega að þeim, en ekki ráðherra sem gegnir formennsku flokksins og sé nýsnúinn aftur úr veikindaleyfi.

Kvaðst ekki hlaupast undan ábyrgð

Blaðamenn á fund­in­um spurðu ráðherr­ann í kjöl­farið hvort hann væri á hlaup­um und­an ábyrgð, vegna hneykslis­mála í varn­ar­mál­um, meðal annars vegna kaupa á her­gögn­um frá ísra­elska her­fyr­ir­tæk­inu El­bit fyr­ir 1.7 millj­arða.

Ell­emann tjáði fjár­mála­nefnd danska þings­ins í janú­ar að hún hefði aðeins skamman tíma til að ráðfæra sig og úr­sk­urða um kaup­inn á vopn­un­um, þar sem til­boð El­bit myndi renna út í lok janú­ar.

Í maí á þessu ári kom aftur á móti á dag­inn að til­boðið myndi fyrst renna út í júní og beið málið því Ell­emann er hann snéri aft­ur úr veik­inda­leyfi.

Við spurn­ingu blaðamanns kvaðst Ell­em­ann alls ekki hlaup­ast und­an ábyrgð, en að hann viður­kenndi að verk­efni ráðuneyt­is­ins væru stór og því hefði hann falið Poul­sen verkið.

mbl.is