Reyna að koma manninum í viðeigandi úrræði

Útlendingafrumvarp 2024 | 4. mars 2024

Reyna að koma manninum í viðeigandi úrræði

Maðurinn sem gerði hróp og köll á Alþingi og hótaði að vinna sér mein var færður niður á lögreglustöð 1 í Reykjavík.

Reyna að koma manninum í viðeigandi úrræði

Útlendingafrumvarp 2024 | 4. mars 2024

Maðurinn sem gerði hróp og köll á Alþingi og hótaði að vinna sér mein var færður niður á lögreglustöð 1 í Reykjavík.

Maðurinn sem gerði hróp og köll á Alþingi og hótaði að vinna sér mein var færður niður á lögreglustöð 1 í Reykjavík.

Þar er unnið að því að veita honum aðstoð. „Við erum að aðstoða þennan mann að fá viðeigandi úrræði,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra horfir upp á þingpallanna skömmu eftir að …
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra horfir upp á þingpallanna skömmu eftir að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ákvað að fresta fundinum. Skjáskot/Alþingi

Að sögn hans fékk lögreglustöðin ósk um aðstoð frá ríkislögreglustjóra. Tveir menn frá stofnuninni voru staddir á alþingi við gæslu þegar atvikið kom upp í þann mund sem umræða um ný útlendingalög hófst. Þeir yfirbuguðu manninn og komu honum í vörslu lögreglu. 

„Við munum ekki vista hann í fangageymslu en erum þess í stað að reyna að greiða götu hans,“ segir Ásmundur. 

Menn á vegum ríkislögreglustjóra og þingverðir yfirbuguðu manninn.
Menn á vegum ríkislögreglustjóra og þingverðir yfirbuguðu manninn.
mbl.is