Má ekki verða til þess að þingpöllum sé lokað

Flóttafólk á Íslandi | 5. mars 2024

Má ekki verða til þess að þingpöllum sé lokað

„Svona atburðir gera þingmönnum skiljanlega hverft við,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en hún var nýfarin úr þingsal í gær þegar gera þurfti hlé á þingfundi eftir að þrír aðgerðasinnar hófu háreysti á þingpöllum.

Má ekki verða til þess að þingpöllum sé lokað

Flóttafólk á Íslandi | 5. mars 2024

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Svona atburðir gera þingmönnum skiljanlega hverft við,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en hún var nýfarin úr þingsal í gær þegar gera þurfti hlé á þingfundi eftir að þrír aðgerðasinnar hófu háreysti á þingpöllum.

„Svona atburðir gera þingmönnum skiljanlega hverft við,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en hún var nýfarin úr þingsal í gær þegar gera þurfti hlé á þingfundi eftir að þrír aðgerðasinnar hófu háreysti á þingpöllum.

Einn þeirra klifraði yfir handrið þeirra og gerði sig líklegan til þess að stökkva niður í þingsalinn.

„Slíkar uppákomur mega samt ekki verða til þess að þingpöllum sé lokað. Það er mikilvægt að þeir séu opnir kjósendum; það er mikilvægt fyrir okkar lýðræðishefð,“ segir Katrín og bætir við að það sé þakkarvert hve skjótt og örugglega starfsmenn Alþingis og lögreglulið hafi brugðist við.

Forsætisráðherra segir þennan atburð til marks um hversu viðkvæmur málaflokkurinn sé. „Þarna býr bersýnilega örvænting að baki og mikilvægt að við vöndum okkur í umfjöllun um þessi mál.“

Aðrir þingmenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng. Öllum hafði brugðið við og margir ekki áttað sig á því hvaðan á þá stóð veðrið.

Flestir, sem áttuðu sig á því hvað var á seyði, nefndu að þeir hefðu óttast um manninn og að hann kynni að skaða sjálfan sig. Eftir sem áður þyrfti að tryggja öryggi Alþingis og að það gæti ráðið ráðum sínum í friði. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is