Útlendingafrumvarp á þingi

Flóttafólk á Íslandi | 4. mars 2024

Útlendingafrumvarp á þingi

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ekki enn tekið formlega afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra um útlendingamál, en málið er á dagskrá þingflokksfundar í dag, mánudag.

Útlendingafrumvarp á þingi

Flóttafólk á Íslandi | 4. mars 2024

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Hari

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ekki enn tekið formlega afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra um útlendingamál, en málið er á dagskrá þingflokksfundar í dag, mánudag.

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ekki enn tekið formlega afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra um útlendingamál, en málið er á dagskrá þingflokksfundar í dag, mánudag.

Þetta upplýsir Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

„Frumvarpið verður örugglega á dagskrá þingflokksfundar á mánudaginn,“ segir Þórunn og aðspurð segir hún að enn hafi málið ekki fengið formlega umfjöllun á þeim vettvangi. Hún vildi engu spá um hver niðurstaða þingflokksins yrði.

Dagskrá þingfundar á mánudaginn liggur nú fyrir, en útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er fyrsta málið á dagskránni, að loknum óundirbúnum fyrirspurnum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is