Flugvélaleiga kostaði rúmar 20 milljónir

Flóttafólk á Íslandi | 6. mars 2024

Flugvélaleiga kostaði rúmar 20 milljónir

Árið 2022 fylgdi stoðdeild ríkislögreglustjóra 77 einstaklingum, sem fengið höfðu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun eða frávísun.

Flugvélaleiga kostaði rúmar 20 milljónir

Flóttafólk á Íslandi | 6. mars 2024

Árið 2022 fylgdi stoðdeild ríkislögreglustjóra 77 einstaklingum, sem fengið höfðu …
Árið 2022 fylgdi stoðdeild ríkislögreglustjóra 77 einstaklingum, sem fengið höfðu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, úr landi. mbl.is/Eggert

Árið 2022 fylgdi stoðdeild ríkislögreglustjóra 77 einstaklingum, sem fengið höfðu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun eða frávísun.

Árið 2022 fylgdi stoðdeild ríkislögreglustjóra 77 einstaklingum, sem fengið höfðu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun eða frávísun.

Kostuðu þessir flutningar tæplega 256 milljónir króna. Af því fóru rúmlega 20 milljónir króna í það að leigja flugvélar.

Þetta kemur fram í svörum Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanni Pírata.

Stoðdeild kostaði tæplega 195 milljónir

Þegar kostnaðurinn er sundurliðaður kemur í ljós að heildarkostnaður stoðdeildar var 194.425.558 krónur, ferðakostnaður var 42.193.187 krónur og flugvélaleiga 20.589.588 krónur. Tæplega 1,5 milljónir voru endurgreidd ríkinu frá Frontex, landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu.

„Alls störfuðu um 11 starfsmenn í 100% starfi í stoðdeild árið 2022. Launakostnaður starfsmanna er ekki aðgreindur eftir verkefnum en stoðdeildin sinnir auk flutninga útlendinga, sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, flutningum í fylgd vegna framsals sakamanna, flutningi fanga og framkvæmd frávísana samkvæmt ákvörðunum teknum af lögreglu,“ segir í svari dómsmálaráðherra.

Útgjaldaliðurinn „flugvélaleiga“ vísar til þess að flugvélar voru leigðar árið 2022 af ríkinu í stað þess að fara í áætlunarflug.

Flestir fluttir til Grikklands

„Auk þeirra 77 útlendinga, sem fengið höfðu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd og voru fluttir af stoðdeild árið 2022, framkvæmdi stoðdeild einnig 59 aðra flutninga árið 2022 sem voru ekki fyrrverandi umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þetta getur t.d. átt við um brottvísun fanga, brottvísun útlendinga í ólögmætri dvöl, framsal sakamanna, fangaflutninga o.fl.,“ segir í svari dómsmálaráðherra.

Fólkið var flutt á mismunandi áfangastaði en þar ber helst að nefna að 33 manns voru fluttir til Grikklands, 11 voru fluttir til Albaníu, 9 voru fluttir til Ítalíu og 8 fluttir til Georgíu.

Flutningar eftir tegund mála voru mismunandi en 14 voru fluttir úr landi með stoðdeild á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 39 voru skráðir undir málsliðnum „verndarmál“ og vísar það til einstaklinga sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í viðtökuríki.

Þá voru 24 skráðir undir málsliðnum „efnismeðferð“ og vísar það til þeirra mála þegar einstaklingar hafa hlotið efnislega meðferð á Íslandi.

mbl.is