Flóttafólk á Íslandi

Tvöfalda framlög til Samtakanna ´78

13.3. Framlög ríkisins til Samtakanna '78 verða tvöfölduð og ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 verður eflt í samræmi við áherslur stjórnvalda um að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, segir í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Frá sveitabæ í Sýrlandi á Flateyri

12.3. Eins og Vestfirðingar, og aðrir sem sækja þá heim, þekkja getur reynst þrautin þyngri að lenda flugvél á Ísafjarðarflugvelli. „Er vélin lent?“ Heyrist iðulegu yfir morgunkaffinu. Meira »

Óttinn hvarf á flugvellinum

11.3. „Í byrjun vorum við skelkuð, við vorum á leiðinni til ókunnugs lands. En þegar við komum á flugvöllinn þá, guði sé lof, hvarf óttinn,“ segir Anwar Alsadon frá Írak, í viðtali við mbl.is, sem flutti fyrir rúmri viku á Ísafjörð ásamt börnum sínum tveimur Sultan og Qamar. Meira »

Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki

9.3. Mosfellsbær mun taka á móti tíu flóttamönnum samkvæmt samningi sem var undirritaður við félags- og jafnréttisráðuneytið. Þetta er þriðji samningurinn um móttöku flóttafólks sem gerður er á þessu ári. Í hópnum eru sex fullorðnir og fjögur börn, þar af eitt ungmenni eldra en 18 ára. Meira »

Léttir að vera laus úr erfiðum aðstæðum

27.2. Hópur íraskra flóttamanna kom til landsins nú síðdegis. Um er að ræða 21 einstakling úr fimm fjölskyldum. Sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu segir ákveðin létti yfir fólkinu að vera komið hingað eftir að hafa hafst við í lélegu húsnæði í Jórdaníu. Þar hafi sumir þeirra dvalið jafnvel árum saman. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

17.2. Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Fjórar flóttafjölskyldur fara til Fjarðabyggðar

7.2. Undirritaður var samningur milli Fjarðabyggðar og velferðarráðuneytisins í dag um móttöku fjögurra flóttafjölskyldna frá Írak sem væntanlegar eru til landsins og munu setjast að í Fjarðabyggð. Meira »

Sjálfsagt að skoða aðferðir við aldursgreiningar

1.2. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða hvort beita eigi öðrum aðferðum en nú er gert við að fá úr því skorið hversu gamlir einstaklingar eru sem hingað koma í hælisleit. Meira »

135 fengu vernd á Íslandi

30.1. Alls var 135 einstaklingum veitt alþjóðleg vernd á Íslandi í fyrra. Flestir þeirra koma frá Írak, 38 talsins. Árið 2017 voru umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi 1095 en niðurstaða fékkst í 1292 umsóknir. Um helmingur allra umsækjenda kom frá tveimur löndum, Georgíu og Albaníu. Meira »

Von á svipuðum fjölda 2018

31.12. Verkefnastjóri hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands, Áshildur Linnet, telur að von sé á svipuðum fjölda hælisleitenda á árinu 2018 og kom hingað allt árið 2017, eða um 1200 manns. Af þeim fengu 115 alþjóðlega vernd. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

15.12. Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me to- byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

13.12. Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

ÚTL ekki í bráðum vanda

7.12. „Nei, en það er hins vegar ýmislegt í skoðun. Við erum ekki í bráðum vanda sem stendur, okkur hefur tekist að sinna þessu vel til þessa,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar (ÚTL), í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Getur ekki ímyndað sér hvernig þeim líður

4.12. „Ástandið var slæmt fyrir og maður getur ekki ímyndað sér hvernig það er núna. Þetta er ömurlegt, þetta er hryllingur,“ segir Sema Erla Ser­d­ar, formaður Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi. Meira »

Amir á leið aftur heim til Íslands

4.12. Íranski hæl­is­leit­and­inn Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lög­reglu­manna í fe­brú­ar á þessu ári og send­ur til Ítal­íu, er nú á leiðinni til Íslands aftur. „Hann flýgur heim til Íslands frá Ítalíu á morgun,“ segir Jóhann Emil Stefánsson, eiginmaður Amirs. Meira »

Fjölskyldan var flutt úr landi í morgun

30.11. Hjónin Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answar Hasan voru flutt úr landi snemma í morgun, ásamt Leo, 18 mánaða syni sínum. Fjölskyldunni hafði verið synjað um hæli á Íslandi og þar áður í Þýskalandi. Meira »

„Punta sig fyrir heimsókn á Bessastaði“

29.11. „Um það bil sem ellefu verðandi ráðherrar vakna í fyrramálið, fara í sturtu og punta sig fyrir heimsókn á Bessastaði, er ætlunin að fljúga Leo litla, föður hans og óléttri móður til Þýskalands,” skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar á Facebook-síðu sína. Meira »

„Ég er orðlaus. Ég skil ekkert“

29.11. Þriggja manna flóttafjölskyldu verður vísað úr landi á morgun. Lögreglan heimsótti þau seinnipartinn í dag til að tryggja að hægt verði að framfylgja brottvísuninni. Konan er ólétt og lá á spítala um helgina vegna blæðinga. Meira »

Allt að 50 flóttamenn koma

25.11. Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina. Meira »

Fræddu flóttafólk í Jórdaníu um Ísland

24.11. Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði áður óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að flóttafólkinu verði boðin alþjóðleg vernd á Íslandi. Meira »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

19.11. Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftasöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

18.11. „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

17.11. Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Hælisumsóknum fækkaði mjög í haust

17.11. Hælisleitendum sem koma til Íslands og eru frá löndum sem teljast örugg hefur fækkað mjög að undanförnu.  Meira »

Búa við raunverulega hættu heimafyrir

16.11. Útlendingastofnun ætlar að vísa 5 börnum og fjölskyldum þeirra úr landi á næstu dögum. Önnur fjölskyldan er frá Ghana og hefur dvalið hér lengur en í 15 mánuði og lenti að því er virðist fyrir mistök í hælisleitendaferlinu. Hin fjölskyldan er frá Ísrael, þar sem hún bjó við raunverulega hættu. Meira »

Þriðjungsfækkun umsókna um vernd

14.11. Umsækjendum um alþjóðlega vernd fækkaði um þriðjung á milli mánaða og eru flestir umsækjendur frá Georgíu og Albaníu. 63% umsækjenda um vernd á Íslandi í september koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Meira »

Sveigjanleiki hefur kosti og galla

5.11. Sveigjanleiki á vinnumarkaði getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á ungmenni sem hafa flúið hingað. Erfiður húsnæðismarkaður getur að sama skapi komi í veg fyrir að þau mennti sig. Mörg þeirra hætta námi til þess að veita aðstoð við framfærslu fjölskyldunnar. Meira »

Búa við ótta og óöryggi

3.11. Þær hafa áhyggjur af því að vera vísað úr landi og þær búa við lítið húsnæðisöryggi. Ein þeirra hefur þurft að flytja tíu sinnum á fimm árum með börn sín. Þær hafa lítið aðgengi að heilsugæslu og hafa upplifað að seint er gripið inn í veikindi. Meira »

„Þetta snýst um mannúð og réttlæti“

31.10. Um 40 til 50 manns mættu á kynningarnámskeið í kung fu til stuðnings flóttafólki frá Íran og Kúrdistan í taekwondo-aðstöðunni í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi í kvöld. Nasr Mohammed Rahim, sem er frá Kúrdahéruðum Íraks, hélt námskeiðið. Meira »

Bros getur breytt heiminum

28.10. Sýrlendingurinn Omran Kassoumeh elskar að hjálpa fólki. Eftir að hafa flúið stríð og fengið dvalarleyfi hérlendis, hóf hann að vinna með sýrlenskum flóttamönnum. Telur hann tungumálið vera lykilinn að samfélaginu. Meira »