Flóttafólk á Íslandi

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

í fyrradag Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

70 kvótaflóttamenn væntanlegir

2.2. Von er á 70 manna hópi kvótaflóttamanna hingað til lands á þessu ári. Samanstendur hópurinn af fjölskyldufólki frá Sýrlandi og hinsegin fólki sem hefst nú við í flóttamannabúðum í Úganda. Meira »

Dreifðu límmiðum á höfuðborgarsvæðinu

19.11. Ungir jafnaðarmenn fóru um höfuðborgarsvæðið í gær og dreifðu límmiðum með jákvæðum skilaboðum í garð flóttafólks og hælisleitenda sem vilja setjast að hér á landi. Er þessi gjörningur andspyrna við öfl sem hafa upp á síðkastið dreift hatursáróðri gegn þessum viðkvæmu hópum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, segir í tilkynningu. Meira »

Fleiri sóttu um vernd

17.11. Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Ekki þörf fyrir umboðsmann flóttamanna

7.11. Ekki er talin ástæða til að stofna sérstakt embætti umboðsmanns flóttamanna. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG. Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

23.10. Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Komin í húsaskjól eftir skógarvistina

21.10. Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leo og Leona, sem flúðu til Frakklands frá Þýskalandi eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi og áður í Þýskalandi var hafnað, eru nú komin í húsaskjól eftir að hafa hafst við í tjaldi úti í skógi. Meira »

Segir svæðið mettað

16.10. Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Var vísað frá Íslandi og dvelja í skógi

11.10. Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leó og Leona, hafa flúið frá Þýskalandi eftir að til stóð að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd þar yrði hafnað. Áður höfðu þau verið flutt frá Íslandi til Þýskalands í fyrra. Þau óttast um líf sitt verði þau send heim til Írans og Írak. Meira »

Veitt dvalarleyfi vegna hvarfs fjölskylduföður

21.8. Kærunefnd útlendingamála veitti einstæðri móður og þremur börnum hennar frá Gana dvalarleyfi í gær á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Upphaflegri umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi var synjað en breyttar aðstæður eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars sl. urðu til þess að mál þeirra var endurupptekið. „Það hefði verið ómannúðlegt að senda þau úr landi miðað við aðstæður,“ segir lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Óheimilt að reka gistiskýli fyrir hælisleitendur

31.5. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu þeirra sem eiga hlut í fasteigninni Bíldshöfða 18 í Reykjavík, að það sé viðurkennt að Riverside ehf., sem einnig á hlut í atvinnuhúsnæðinu, og Útlendingastofnun sé ekki heimilt að reka gistiskýli fyrir hælisleitendur í húsnæðinu án samþykkis þeirra. Meira »

Útgjöld vegna hælisleitenda 3,4 milljarðar

28.5. Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna hælisleitenda voru tæpar 240 milljón króna árið 2012, í fyrra námu útgjöld vegna málaliðsins 3,437 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingflokksformanns Flokks fólksins. Meira »

Fjórðungur barna í vinnu

28.5. Alls voru 19.804 (24,8%) börn á íslenskum vinnumarkaði (þ.e. höfðu staðgreiðsluskyldar tekjur af atvinnu á síðasta ári, 24,6% allra drengja og 25,0% allra stúlkna á Íslandi. Starfandi börnum hefur fjölgað um 3,2% frá árinu 2015. Hins vegar hefur heildarfjöldi starfandi barna á vinnumarkaði dregist nokkuð saman frá árinu 2007 þegar hann var 23.808 (30,0%). Meira »

Upplifa að þau séu samþykkt

11.4. „Þau hafa öll ótrúlega sterka félagslega getu og eins stutt og við erum komin í þessu þá finnst mér þeim ganga rosalega vel,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks hjá Mosfellsbæ. Síðdegis var haldin hátíðarmóttaka fyrir flóttamenn frá Úganda sem bærinn tók á móti í mars. Meira »

Margir sækja til Íslands

3.4. Þeir tæplega 1.100 einstaklingar sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári voru hlutfallslega mjög margir á evrópska vísu. Meira »

Flestir hælisleitendur nú frá Írak

24.3. Hælisleitendum frá Makedóníu og Georgíu, löndum sem flestir voru frá sem óskuðu hælis á Íslandi í fyrra og hittifyrra, fækkar. Meira »

Tvöfalda framlög til Samtakanna ´78

13.3. Framlög ríkisins til Samtakanna '78 verða tvöfölduð og ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 verður eflt í samræmi við áherslur stjórnvalda um að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, segir í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Frá sveitabæ í Sýrlandi á Flateyri

12.3. Eins og Vestfirðingar, og aðrir sem sækja þá heim, þekkja getur reynst þrautin þyngri að lenda flugvél á Ísafjarðarflugvelli. „Er vélin lent?“ Heyrist iðulegu yfir morgunkaffinu. Meira »

Óttinn hvarf á flugvellinum

11.3. „Í byrjun vorum við skelkuð, við vorum á leiðinni til ókunnugs lands. En þegar við komum á flugvöllinn þá, guði sé lof, hvarf óttinn,“ segir Anwar Alsadon frá Írak, í viðtali við mbl.is, sem flutti fyrir rúmri viku á Ísafjörð ásamt börnum sínum tveimur Sultan og Qamar. Meira »

Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki

9.3. Mosfellsbær mun taka á móti tíu flóttamönnum samkvæmt samningi sem var undirritaður við félags- og jafnréttisráðuneytið. Þetta er þriðji samningurinn um móttöku flóttafólks sem gerður er á þessu ári. Í hópnum eru sex fullorðnir og fjögur börn, þar af eitt ungmenni eldra en 18 ára. Meira »

Léttir að vera laus úr erfiðum aðstæðum

27.2. Hópur íraskra flóttamanna kom til landsins nú síðdegis. Um er að ræða 21 einstakling úr fimm fjölskyldum. Sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu segir ákveðin létti yfir fólkinu að vera komið hingað eftir að hafa hafst við í lélegu húsnæði í Jórdaníu. Þar hafi sumir þeirra dvalið jafnvel árum saman. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

17.2.2018 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Fjórar flóttafjölskyldur fara til Fjarðabyggðar

7.2.2018 Undirritaður var samningur milli Fjarðabyggðar og velferðarráðuneytisins í dag um móttöku fjögurra flóttafjölskyldna frá Írak sem væntanlegar eru til landsins og munu setjast að í Fjarðabyggð. Meira »

Sjálfsagt að skoða aðferðir við aldursgreiningar

1.2.2018 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða hvort beita eigi öðrum aðferðum en nú er gert við að fá úr því skorið hversu gamlir einstaklingar eru sem hingað koma í hælisleit. Meira »

135 fengu vernd á Íslandi

30.1.2018 Alls var 135 einstaklingum veitt alþjóðleg vernd á Íslandi í fyrra. Flestir þeirra koma frá Írak, 38 talsins. Árið 2017 voru umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi 1095 en niðurstaða fékkst í 1292 umsóknir. Um helmingur allra umsækjenda kom frá tveimur löndum, Georgíu og Albaníu. Meira »

Von á svipuðum fjölda 2018

31.12.2017 Verkefnastjóri hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands, Áshildur Linnet, telur að von sé á svipuðum fjölda hælisleitenda á árinu 2018 og kom hingað allt árið 2017, eða um 1200 manns. Af þeim fengu 115 alþjóðlega vernd. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

15.12.2017 Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me to- byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

13.12.2017 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

ÚTL ekki í bráðum vanda

7.12.2017 „Nei, en það er hins vegar ýmislegt í skoðun. Við erum ekki í bráðum vanda sem stendur, okkur hefur tekist að sinna þessu vel til þessa,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar (ÚTL), í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Getur ekki ímyndað sér hvernig þeim líður

4.12.2017 „Ástandið var slæmt fyrir og maður getur ekki ímyndað sér hvernig það er núna. Þetta er ömurlegt, þetta er hryllingur,“ segir Sema Erla Ser­d­ar, formaður Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi. Meira »