„Getum ekki útilokað að hér séu fleiri“

Flóttafólk á Íslandi | 26. febrúar 2024

„Getum ekki útilokað að hér séu fleiri“

Í byrjun árs var fjölskyldu sem hafði búið á Íslandi í nokkra mánuði, vísað af landi brott þar sem í ljós kom að fjölskyldufaðirinn var með sterk tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir að ekki sé hægt að útiloka að hér á landi séu fleiri einstaklingar sem tengist hryðjuverkjasamtökum. Vitað er um fjölda ISIS–liða í Evrópu sem fara huldu höfði og kunna að verða kallaðir til að fremja voðaverk af einhverju tagi. 

„Getum ekki útilokað að hér séu fleiri“

Flóttafólk á Íslandi | 26. febrúar 2024

Í byrjun árs var fjölskyldu sem hafði búið á Íslandi í nokkra mánuði, vísað af landi brott þar sem í ljós kom að fjölskyldufaðirinn var með sterk tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir að ekki sé hægt að útiloka að hér á landi séu fleiri einstaklingar sem tengist hryðjuverkjasamtökum. Vitað er um fjölda ISIS–liða í Evrópu sem fara huldu höfði og kunna að verða kallaðir til að fremja voðaverk af einhverju tagi. 

Í byrjun árs var fjölskyldu sem hafði búið á Íslandi í nokkra mánuði, vísað af landi brott þar sem í ljós kom að fjölskyldufaðirinn var með sterk tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir að ekki sé hægt að útiloka að hér á landi séu fleiri einstaklingar sem tengist hryðjuverkjasamtökum. Vitað er um fjölda ISIS–liða í Evrópu sem fara huldu höfði og kunna að verða kallaðir til að fremja voðaverk af einhverju tagi. 

Karl Steinar Valsson er gestur Dagmála í dag og ræðir þar um vinnuumhverfi lögreglu hér á landi og meðal annars frumvarp dómsmálaráðherra sem mælt var fyrir á Alþingi í síðustu viku. Það frumvarp færir íslenskri lögreglu auknar heimildir til að fylgjast með skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn. Á sama tíma kveður frumvarpið á um að eftirlit með störfum lögreglu verði aukið.

Í viðtalsbrotinu sem fylgir fréttinni ræðir Karl um brottvísun ISIS–liðans sem hafði dvalið hér mánuðum saman með konu sinni og sex börnum. Karl útskýrir hugtakið „Lone Wolf“ sem notað er yfir meðlimi hryðjuverkasamtaka sem koma sér fyrir í löndum fjarri heimahögum og láta lítið fyrir sér fara þar til þeir eru kallaðir til voðaverka.

Hann bendir á að margir slíkir menn séu þekktir meðal alþjóðalögreglu og þá oft undir mörgum og ólíkum nöfnum. Fingraför og aðrir þættir skeri þó alltaf úr að lokum. Karl segir jafnframt að sú ógn sem stafi af hryðjuverkum í Evrópu sé mjög raunveruleg og síðast í haust hvöttu ISIS hryðjuverkasamtökin til hryðjuverka í álfunni.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is