Kallar eftir svörum frá þingmönnum

Flóttafólk á Íslandi | 26. febrúar 2024

Kallar eftir svörum frá þingmönnum

„Af hverju eiga íslensk lögregluyfirvöld ekki að eiga sömu tækifæri til þess að berjast á móti skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkum, eða öðrum atriðum, eins og kollegar þeirra á Norðurlöndum?" Þannig spyr Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra þegar hann er spurður um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra sem mælt var fyrir á Alþingi í síðustu viku.

Kallar eftir svörum frá þingmönnum

Flóttafólk á Íslandi | 26. febrúar 2024

„Af hverju eiga íslensk lögregluyfirvöld ekki að eiga sömu tækifæri til þess að berjast á móti skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkum, eða öðrum atriðum, eins og kollegar þeirra á Norðurlöndum?" Þannig spyr Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra þegar hann er spurður um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra sem mælt var fyrir á Alþingi í síðustu viku.

„Af hverju eiga íslensk lögregluyfirvöld ekki að eiga sömu tækifæri til þess að berjast á móti skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkum, eða öðrum atriðum, eins og kollegar þeirra á Norðurlöndum?" Þannig spyr Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra þegar hann er spurður um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra sem mælt var fyrir á Alþingi í síðustu viku.

Frumvarpið fékk ekki brautargengi þegar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra málaflokksins lagði það fram á sínum tíma. Nú birtist það endurskoðað og telur Karl Steinar að það sé afskaplega varfærið og jafnvel of varfærið.

Karl er gestur Dagmála Morgunblaðsins og mbl.is í dag þar sem frumvarp til breytinga á lögreglulögum er komið í þinglega meðferð. Hann segir lögreglu og þá sérstaklega greiningadeild hafa bent á það ítrekað að sú kenning að Ísland hafi sérstöðu þegar kemur að glæpatíðni og margvíslegum afbrotum sé ekki rétt.

Karl Steinar segir íslensk lögregluyfirvöld ekki hafa sömu möguleika til …
Karl Steinar segir íslensk lögregluyfirvöld ekki hafa sömu möguleika til inngripa vegna skipulagðrar brotastarfsemi eins og starfsbræður þeirra á Norðurlöndum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki sömu möguleikar til inngripa

Hann segir íslensk lögregluyfirvöld ekki hafa sömu möguleika til inngripa vegna skipulagðrar brotastarfsemi eins og starfsbræður þeirra á Norðurlöndum. Honum finnst eðlilegt að horft sé til þess lagaumhverfis sem gildi í þeim löndum.

Áðurnefnt frumvarp færir lögreglu auknar heimildir til að bregðast við vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi en á sama tíma er eftirlit með störfum lögreglu aukið. Karl fagnar því að eftirlit sé aukið en hann setur fram spurningu sem þingmenn væntanlega munu leitast við að svara, þegar þing kemur saman að nýju eftir kjördæmaviku. 

Aðspurður hvers vegna útskýringar lögreglu á breyttu starfsumhverfi og veruleika, komist ekki til skila til þingmanna, svarar Karl; „Mér finnst miklu nær að þú spyrjir þingmennina að því; Af hverju er það sem að við viljum ekki tryggja öryggi borgara með sama hætti og gert er á Norðurlöndum? Hver er ástæðan fyrir því?“

Þessi spurning Karls Steinars er hér með komin fram og væntanlega munu þingmenn taka hann á orðinu í umræðum um frumvarpið og svara þessari spurningu.

Með fréttinni fylgir brot úr Dagmálaþætti dagsins, þar sem Karl Steinar Valsson ræðir þetta mál. Þátturinn í heild sinni er opinn áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is