Ákvörðun ráðuneytis kom sveitarfélaginu á óvart

Flóttafólk á Íslandi | 31. mars 2024

Ákvörðun ráðuneytis kom sveitarfélaginu á óvart

Ákvörðun félagsmálaráðuneytisins um að loka móttökuskjóli fyrir flóttafólk frá Úkraínu á Eiðum kom sveitarfélaginu Múlaþingi á óvart. Sveitarfélagið hafði gert ráð fyrir að samningur við ráðuneytið yrði framlengdur enda hefur verkefnið gengið vel.

Ákvörðun ráðuneytis kom sveitarfélaginu á óvart

Flóttafólk á Íslandi | 31. mars 2024

Múlaþing hefði gjarnan vilja gera áframhaldndi samning við félagsmálaráðuneytið um …
Múlaþing hefði gjarnan vilja gera áframhaldndi samning við félagsmálaráðuneytið um móttökuskjól á Eiðum. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Ákvörðun félagsmálaráðuneytisins um að loka móttökuskjóli fyrir flóttafólk frá Úkraínu á Eiðum kom sveitarfélaginu Múlaþingi á óvart. Sveitarfélagið hafði gert ráð fyrir að samningur við ráðuneytið yrði framlengdur enda hefur verkefnið gengið vel.

Ákvörðun félagsmálaráðuneytisins um að loka móttökuskjóli fyrir flóttafólk frá Úkraínu á Eiðum kom sveitarfélaginu Múlaþingi á óvart. Sveitarfélagið hafði gert ráð fyrir að samningur við ráðuneytið yrði framlengdur enda hefur verkefnið gengið vel.

Þetta segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, í samtali við mbl.is inntur eftir útskýringum á stöðu mála á Eiðum þar sem rekið hefur verið móttökuskjól fyrir flóttafólk frá Úkraínu síðan haustið 2022.

Spurður hver rök ráðuneytisins séu fyrir því að framlengja ekki samningnum, svarar Björn því til að menn teldu Eiðar ekki vænlegan kost til verkefnisins vegna staðsetningu sinnar. 

„Mér skilst að Vinnumálastofnun sé ekki sátt við að þetta sé á Eiðum.“

Eiðar forsenda fyrir móttökuskóli í Múlaþingi

„Við höfum alveg verið til í að gera framtíðarsamning,“ segir Björn og útskýrir að ákveðið hafi verið í sveitarstjórn í nóvember að framlengja samninginn um eitt ár. 

„En við bentum á að það væri skilyrt því að þetta væri sá valkostur sem kæmi til greina hjá okkur,“ segir hann og á við að sveitarfélagið hafi ekki upp á annan húsakost að bjóða fyrir verkefnið heldur en þann sem er á Eiðum. 

„Eiðar hafa frá upphafi verið eini valkostur Múlaþings til þess að sinna þessari þjónustu. Það má segja að það séu eigendur Eiða sem höfðu frumkvæði að þessu á þeim tíma, með áherslu á flóttafólk frá Úkraínu,“ segir Björn og bætir við að sveitarfélagið hafi verið meira en til í að stíga skrefið með eigendum Eiða, enda fram að því skort húsnæði til að bjóða upp á úrræði sem þetta. 

Ráðuneytið ekki tekið þátt í kostnaði við samgöngur

Eins og fram kemur hér á undan er það vilji Múlaþings að halda verkefninu áfram og kveðst Björn ekki vita betur en að langflestir hafi unað sér vel á Eiðum. Þá segir hann fjölmenningu hið besta mál fyrir samfélagið og leitt að verkefninu ljúki með þessum hætti, án þess að Múlaþing sé fengið til samráðs við ráðuneytið eða veitt tækifæri til úrbóta. 

„Ég veit að heilt yfir hefur fólk verið sátt, auðvitað er alltaf einhver sem ekki er sáttur,“ og útskýrir að þrátt fyrir að staðsetning Eiða sé nokkuð afskekkt þá hafi sveitarfélagið boðið upp á akstur milli Egilsstaða og Eiða þrisvar á dag. Þannig hafi fólk fengið tækifæri til að samlagast samfélaginu. 

Spurður hvort samskipti Múlaþings við ráðuneytið í tengslum við verkefnið hafi fram að þessu gengið vel og allt gengið eftir, segir Björn svo vera. Hann gagnrýnir þó að ráðuneytið hafi ekki vilja taka þátt í kostnaði vegna almenningssamgangna milli Eiða og Egilsstaða.

mbl.is