Stjórnin boðar 212 þingmál

Alþingi | 13. september 2023

Stjórnin boðar 212 þingmál

Ríkisstjórnin boðar 212 þingmál á þingmálaskrá sinni sem þingheimi var afhent í gær. Langstærstur hlutinn er frumvörp, alls 178 talsins.

Stjórnin boðar 212 þingmál

Alþingi | 13. september 2023

Frá þingsettningu í gær.
Frá þingsettningu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin boðar 212 þingmál á þingmálaskrá sinni sem þingheimi var afhent í gær. Langstærstur hlutinn er frumvörp, alls 178 talsins.

Ríkisstjórnin boðar 212 þingmál á þingmálaskrá sinni sem þingheimi var afhent í gær. Langstærstur hlutinn er frumvörp, alls 178 talsins.

Þar af er um fimmtungurinn endurflutt frumvörp af ýmsum toga, 33 stjórnarfrumvörp sem dagaði uppi af ýmsum ástæðum á síðasta þingi.

Ívið fleiri frumvörp, eða 40 alls, eru lögð fram vegna alþjóðlegra skuldbindinga eða til frekari samræmingar, megnið innleiðingar á Evrópulöggjöf vegna Evrópska efnahagssamningsins (EES).

Þingsályktunartillögur 24 alls

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar boða jafnframt 24 þingsályktunartillögur, bæði til stefnumörkunar, áætlanagerðar á ýmsum sviðum og staðfestingar á alþjóðlegum skuldbindingum.

Loks boða ráðherrar tíu reglulegar skýrslur til Alþingis í ýmsum málaflokkum.

Nokkuð jöfn dreifing er áætluð á framlagningu mála fyrir og eftir jól, meira þó nú í haust en í vor. Nú í september er 31 mál boðað.

Í þessum sæg þingmála kennir að vonum margra grasa, en þar á meðal eru ýmis mál sem reyndust ríkisstjórnarsamstarfinu erfið á liðnu þingi.

Meira í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

mbl.is