Alþingi

26 fái ríkisborgararétt

14.12. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að 26 verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að nefndinni bárust alls 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþinginu. Meira »

Miðflokkur dytti út af þingi

5.12. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Meira »

Birta laun þingmanna frá árinu 2007

4.12. Frá og með deginum í dag er hægt að nálgast upplýsingar um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna frá alþingiskosningunum árið 2007 á vef Alþingis. Meira »

Eldhúsdagsumræður að hefjast

12.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi klukkan 19.30 í kvöld. Að henni lokinni fara fram umræður um ræðuna, svonefndar eldhúsdagsumræður. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og mun ljúka laust fyrir klukkan 22. Meira »

Vongóður um að þingstörfin vinnist betur

11.9. „Ég vænti þess að við munum eiga gott og uppbyggilegt samstarf á nýju löggjafarþingi og vona að störf okkar megi verða landi og þjóð til heilla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar hann ávarpaði þingheim við setningu Alþingis í dag. Áður las hann minningarorð um fyrrverandi alþingismann, Inga Tryggvason, sem lést nýverið. Meira »

Þingmenn dusti vitleysuna í burtu

11.9. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskaði þingmönnum velfarnaðar í vandasömum störfum sem fram undan eru þegar hann setti Alþingi, 149. löggjafarþing, fyrir stundu. Sagnfræðingurinn Guðni minntist einnig þess að í ár eru liðin 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Meira »

Gefur fjármálastefnunni falleinkunn

20.3. „Það er alveg ljóst að fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um hana.“ Svona hófst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd um fjármálastefnu 2018 til 2022 sem er til umræðu á Alþingi í dag. Meira »

Sigríður vildi birta gögnin

1.2. „Hvernig stendur á því að ráðherra getur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl án þess að afskræma sannleikann og gefa ýmist ranga eða villandi mynd af atvikum þessa ömurlega máls?“ spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Meira »

„Pólitísk ábyrgð, hvílíkt bull!“

1.2. Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja Sigríði Andersen hafa brugðist trausti þeirra. Þeir hafi greitt atkvæði um tillögu hennar um dómara við Landsrétt í góðri trú en ekki haft til þess tilskilin gögn. „Pólitísk ábyrgð, virðulegi forseti, hvílíkt bull!“ sagði Helgi Hrafn Gunnarson, þingmaður Pírata. Meira »

„Fokið í flest skjól“

31.1. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vera skelfilegt þegar dómsmálaráðherra fær á sig dóm fyrir að hafa brotið lög við val á dómara. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

16.1.2018 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Brugðist við ákalli um auknar fjárveitingar

30.12.2017 Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi með 34 atkvæðum, en 24 greiddu ekki atvæði. Í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi koma fram áherslur nýrrar ríkisstjórnar á ýmis lykilverkefni sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Meira »

76 fá íslenskan ríkisborgararétt

30.12.2017 Lagafrumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar var tekið til afgreiðslu á þingfundi sem lauk nú rétt eftir miðnætti. Meira »

Fjárlagafrumvarp samþykkt á Alþingi

30.12.2017 Fjárlagafrumvarp ársins 2018 hefur verið samþykkt á Alþingi. Þriðja og síðasta umræða um fjár­laga­frum­varp næsta árs hófst klukk­an hálf­sjö í kvöld. Frumvarpið í heild sinni var samþykkt með 34 at­kvæðum, 24 greiddu ekki at­kvæði. Meira »

Komust að samkomulagi um þinglok

29.12.2017 Þingflokksformenn funduðu sín á milli nú fyrir skemmstu og komust að samkomulagi um þinglok og mun atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið fara fram innan skamms. Meira »

Vill laga „frekjukast forsetans“

29.12.2017 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, greindi frá breytingartillögu sem Björn Leví Gunnarsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Birgir Þórarinsson og Ólafur Ísleifsson lögðu fram við þriðju umræðu fjárlaga ársins 2018, sem fer nú fram á Alþingi. Meira »

Lög um NPA samþykkt

28.12.2017 Frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um breytingu á lögum um málefni fatlaðs fólks og notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) var samþykkt á Alþingi í dag og munu þau öðlast gildi hinn 1. janúar 2018. Meira »

Fjölgunin fylgi fjölgun umsókna

28.12.2017 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir enga sérstaka ástæðu fyrir fjölgun þeirra einstaklinga sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í dag lagði nefndi til að 76 einstaklingum yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Meira »

Kallar eftir afsögn Sigríðar

28.12.2017 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir afsögn Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í dag. Helgi segir Landsrétt hafa verið skipaðan með hætti sem er algjörlega óverjandi eins og nú sé komið. Meira »

Björt framtíð mælist ekki með mann inni

20.6.2017 Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mælist nú með 13,4 prósent en Vinstri hreyfingin – grænt framboð missir aftur fylgi á milli skoðanakannana MMR og stendur fylgi flokksins nú í 20,6 prósentum. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 14. júní. Meira »

Ólík stemning innan og utan þingsalar

3.5.2017 Yngsti þingmaðurinn sem hefur tekið sæti á Alþingi segist hafa lært mikið í síðustu viku. Bjarni Halldór Janusson er einungis rétt orðinn 21 árs og er varaþingmaður Viðreisnar. Hann segir það hafa komið honum mest á óvart hve mikill munur var á stemningunni inni í þingsal og utan hans. Meira »

Brot á tjáningarfrelsi ógnar lýðræði

20.3.2017 Varaþingmennirnir Oktavía Hrund Jónsdóttir og Bjarni Jónsson tóku í fyrsta skipti sæti á Alþingi í dag. Eftir að þau sóru drengskapareið voru þau boðin velkomin. Meira »

Næst verða vogunarsjóðir ekki fremstir

20.3.2017 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði að önnur vinnubrögð yrðu viðhöfð þegar aðrir hlutir í eigu ríkisins yrðu seldir. Vogunarsjóðirnir yrðu þá ekki settir fremstir í röðina. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Meira »

Þriðjungur þekkir stjórnarsáttmálann

20.2.2017 Tæplega þriðjungur telur sig þekkja innihald stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórnarinnar vel, 37% telja sig hvorki þekkja það vel né illa og um þrír af hverjum tíu telja sig þekkja það illa. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallups. Meira »

Píratar enn stærstir

3.11.2015 Píratar fengju 35% fylgi ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn kæmi þar á aftir með tæplega 25% fylgi, því næst Vinstri græn með um 11% fylgi. Björt framtíð fengi tæplega 5% fylgi. Meira »

Gagnrýndi Ólaf Ragnar

8.9.2015 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, hafa óþarfa áhyggjur af því að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Segir hún kosningu samhliða fulltrúakosninga á borð við Forsetakosninga eða Alþingiskosninga vera „langbestu og tryggustu leiðina til að fá fólk á kjörstað.“ Meira »

„Tími kollsteypustjórnmála er liðinn“

8.9.2015 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að með auknum jöfnuði, nýrri hugsun í atvinnu- og umhverfismálum, auknu lýðræði og þeirri skýru sýn að arður af auðlindum Íslands og arður af eigum fólks í landinu eigi heima hjá fólki í landinu geti framtíðin orðið frábær. Meira »

„Oft býr dulbúin gæfa í áföllum“

8.9.2015 „Stöndum að góðu en ekki lélegu. Stuðlum að réttlæti og berjumst gegn óréttlæti,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Hann hvatti þingmenn til að snúa saman bökum og vinna saman. Meira »

Alþingi á að treysta fólki betur

8.9.2015 Bjarni Benediktsson segir ástæðu sögulega lágs trausts fólks í landinu til Alþingis megi rekja til þess lágs trausts Alþingis til fólks í landinu, skorts á frelsi einstaklingsins. „Við erum ekki enn farin að treysta fólki til samræmis við það sem fólk telur að það eigi að fá frá þinginu.“ Meira »

Segir Ólaf ætla að hætta

8.9.2015 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér á ný þegar kjörtímabilinu lýkur næsta sumar. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við mbl.is, aðspurður um orð forsetans í þingsetningarræðunni í morgun Meira »