Lengsta umræðan um útlendingafrumvarpið

Alþingi | 12. júní 2023

Lengsta umræðan um útlendingafrumvarpið

Alls voru þingfundir þessa vetrar 123 og stóðu í 659 og hálfa klukkustund. 

Lengsta umræðan um útlendingafrumvarpið

Alþingi | 12. júní 2023

153. löggjafarþing Alþingi lauk á föstudag.
153. löggjafarþing Alþingi lauk á föstudag. Eggert Jóhannesson

Alls voru þingfundir þessa vetrar 123 og stóðu í 659 og hálfa klukkustund. 

Alls voru þingfundir þessa vetrar 123 og stóðu í 659 og hálfa klukkustund. 

Þetta kemur fram í tölfræði Alþingis fyrir 153. löggjafarþing Alþingis sem hófst 13. september og lauk 9. júní. 

Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 19 mín og stóð lengsti þingfundurinn í 17 klukkustundir og 57 mín.

Lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sem var samþykkt í mars. Umræða um frumvarpið stóð samtals í 103 klukkustundir og 37 mínútur, eða rúmlega fjóra sólarhringa. 

Af 225 frumvörpum urðu alls 82 að lögum og 143 voru óútrædd. Af 164 þingsályktunartillögum voru 24 samþykktar og 140 tillögur voru óútræddar.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 1.207 og tala þingskjala var 2.092.

mbl.is