Útlendingafrumvarpið samþykkt

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. mbl.is/Hákon

Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt. Greidd voru atkvæði um frumvarpið á Alþingi rétt í þessu.

Alls greiddu 38 atkvæði með frumvarpinu, en 15 greiddu atkvæði gegn því. Um var að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016.

Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hefur verið mikið rætt á þingi síðan það var lagt fyrir á síðasta ári. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði það tímamót að málinu væri að ljúka.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði málið hins vegar innsigla þá afstöðu sína að ríkisstjórnin væri fjandsamleg flóttafólki.

Sagði lögin til skammar fyrir Alþingi

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði lögin vera til skammar fyrir Alþingi Íslendinga.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt útlendingafrumvarpið harðlega og vakið athygli á neikvæðum umsögnum um það frá mannréttindasamtökum á borð við Amnesty International, Rauða krossinn og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert