Inga einu sinni fengið jafn skýr svör á Alþingi

Alþingi | 9. nóvember 2023

Inga einu sinni fengið jafn skýr svör á Alþingi

Katrín Jakbosdóttir forsætisráðherra sagði að stefnt væri að því að greiða öryrkjum desemberuppbót, í svörum sínum við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólsins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.  

Inga einu sinni fengið jafn skýr svör á Alþingi

Alþingi | 9. nóvember 2023

Inga Sæland segir að öryrkjar geti glaðst því þeir muni …
Inga Sæland segir að öryrkjar geti glaðst því þeir muni fá desemberuppbót. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakbosdóttir forsætisráðherra sagði að stefnt væri að því að greiða öryrkjum desemberuppbót, í svörum sínum við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólsins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.  

Katrín Jakbosdóttir forsætisráðherra sagði að stefnt væri að því að greiða öryrkjum desemberuppbót, í svörum sínum við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólsins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.  

Inga beindi fyrstu fyrirspurn óundirbúna fyrirspurnartímans að Katrínu, þar sem hún óskaði eftir svörum um það hvort öryrkjar mættu eiga von á desemberuppbót líkt og fyrri ár.

Stefnt að því að greiða desemberuppbót

Katrín sagði að fjallað yrði um málið í fjáraukafrumvarpi á næstu vikum og að stefnan væri að taka á þessum málum þar, þá sagði hún að stefnt væri að því að greiða desemberuppbót fyrir þennan hóp.

Því næst kom Inga sigri hrósandi í pontu Alþingis og þakkaði Katrínu fyrir gullfagur orð, enda hafi hún einfaldlega verið að segja öryrkjum að þeir ættu von á desemberuppbót. 

„Einu sinni mér áður brá. Ég er nú búin að vera hér í tæp sjö ár og ég hef nú bara eiginlega, bara einu sinni áður fengið svona skýr og góð svör. Það ber sannarlega að þakka. Þannig að ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst.“

mbl.is