Þakið míglekur

Alþingi | 7. júní 2023

Þakið míglekur

„Það er engin þjóð sem þarf að vita jafn mikið um vexti og verðbólgu á norðurhjara veraldar, heldur en Íslendingar,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi í kvöld. 

Þakið míglekur

Alþingi | 7. júní 2023

Sigmar Guðmundsson segir engri ríkistjórn hafa tekist að halda stöðugleika …
Sigmar Guðmundsson segir engri ríkistjórn hafa tekist að halda stöðugleika með íslenskri krónu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er engin þjóð sem þarf að vita jafn mikið um vexti og verðbólgu á norðurhjara veraldar, heldur en Íslendingar,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi í kvöld. 

„Það er engin þjóð sem þarf að vita jafn mikið um vexti og verðbólgu á norðurhjara veraldar, heldur en Íslendingar,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi í kvöld. 

„Umfram allt þurfa heimilin í landinu að eiga róandi töflur þegar líður að vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans og við þurfum helst að kunna æðruleysisbænina til þess að geta farið með út í búð og þegar við tökum bensín á bílinn.“ 

Sigmar þuldi upp langa romsu af tryggingum, verðbótum, lánum og vöxtum sem hann sagði Íslendinga þurfa að vera sérfræðinga í til að lifa af í krónuhagkerfinu. 

„Velkomin til Íslands, þetta er krónuhagkerfið“

„Þetta er veruleiki okkar. Það er innbyggð skekkja í hagkerfinu okkar sem gerir það að verkum að reikningurinn, feitur stór, verðtryggður með uppreislugjaldi er alltaf sendur til landsmanna,“ sagði Sigmar. 

„Það er alltaf verið að halda því að okkur að hér sé hægt að halda stöðugleika hér með íslenskri krónu, samt hefur engri ríkisstjórn tekist það. “

Hann sagði nýjustu fjármálaafurðina svo hafa verið kynnta á dögunum þ.e. óverðtryggð lán þar sem vextir séu að hluta til settir aftast á lánstímann „einhvers konar verðtryggð, óverðtryggð lán. Eða óverðtryggð, verðtryggð lán,“ sagði Sigmar en heyra mátti hlátur í þingsalnum. „Velkomin til Íslands, þetta er krónuhagkerfið.“

Vaxtamunurinn á milli krónu evru 60 milljarðar

Sigmar sagði skekkjuna kosta bæði ríkið og þegna óheyrilega fjármuni, eða um 60 milljarða á ári hverju í auka vaxtagjöld. „Þetta er vaxtamunurinn á milli krónu og evru, ekki 60 milljónir, 60 milljarðar, ætlar einhver að halda því fram að þetta sé ekki stórt velferðarmál að losa okkur undan þessum klafa?“ spurði Sigmar. 

„Við Íslendingar búum í húsi og þakið það míglekur,“ sagði Sigmar og sagði ríkisstjórnina ítrekað kaupa fötur í stað þess að laga þakið.

mbl.is