Fer fram á að ráðherrar verði beittir dagsektum

Alþingi | 31. janúar 2024

Fer fram á að ráðherrar verði beittir dagsektum

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, leggur til að gerðar verði breytingar á þingskapalögum þannig að beita megi ráðherrum dagsektum séu þeir lengur en tvær vikur að svara fyrirspurnum Alþingismanna. 

Fer fram á að ráðherrar verði beittir dagsektum

Alþingi | 31. janúar 2024

Gísli vill að ráðherrar verði beittir dagsektum fyrir sein svör …
Gísli vill að ráðherrar verði beittir dagsektum fyrir sein svör við fyrirspurnum. mbl.is/Sigurður Bogi

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, leggur til að gerðar verði breytingar á þingskapalögum þannig að beita megi ráðherrum dagsektum séu þeir lengur en tvær vikur að svara fyrirspurnum Alþingismanna. 

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, leggur til að gerðar verði breytingar á þingskapalögum þannig að beita megi ráðherrum dagsektum séu þeir lengur en tvær vikur að svara fyrirspurnum Alþingismanna. 

Gísli tók til máls að loknum ræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Beindi hann fyrirspurn sinni að Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og spurði hvort ekki þyrfti að gera breytingar á þingskaparlögum í ljósi þess að hann hefði nú beðið svara við fyrirspurnum sínum til ráðherra í 95 daga. 

Bíður svara við fjórum fyrirspurnum

Til að rökstyðja mál sitt kvaðst hann hafa sent fyrirspurn til háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þann 19. september, en engin svör fengið.

„Það hefur ekkert heyrst af henni,“ sagði Gísli en samkvæmt þingskaparlögum skulu ráðherrar svara fyrirspurnum alþingismanna á tveimur vikum. 

Þennan sama dag kveðst Gísli hafa sent fyrirspurn á innviðaráðherra og fengið tilkynningu að svörum myndi seinka um mánuði síðar. Þriðju fyrirspurnina sendi hann á háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þann 24. október og þá fjórðu á dómsmálaráðherra þann 13. nóvember. 

Segir hann ekkert bóla á svörum við þessum fyrirspurnum sem sumar hafa legið hjá ráðherrum í 95 daga. 

„Mér er spurn, herra forseti, þar þarf ekki að fara í einhverjar breytingar á þingskapalögum þannig að það komi dagsektir eða eitthvað á ráðherra, eða þeim bannað að gera eitthvað, ef þeir skila ekki svona fyrirspurnum. Vegna þess að þetta er orðið verri en brandari hvað þetta tekur langan tíma.“

mbl.is