Alltaf hægt að segja að of langt sé gengið 

Alþingi | 14. ágúst 2023

Alltaf hægt að segja að of langt sé gengið 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn ríkisstjórnarflokkanna vera sammála um að halda einbeitt samstarfinu áfram, þrátt fyrir að komið hafi upp ágreiningsmál og samstarfið virst í uppnámi á köflum, meðal annars vegna ákvarðanatöku einstakra ráðherra. Til að mynda í rafbyssumáli Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varðandi hvalveiðar.

Alltaf hægt að segja að of langt sé gengið 

Alþingi | 14. ágúst 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það jafnvægislist að halda úti samsteypustjórn.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það jafnvægislist að halda úti samsteypustjórn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn ríkisstjórnarflokkanna vera sammála um að halda einbeitt samstarfinu áfram, þrátt fyrir að komið hafi upp ágreiningsmál og samstarfið virst í uppnámi á köflum, meðal annars vegna ákvarðanatöku einstakra ráðherra. Til að mynda í rafbyssumáli Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varðandi hvalveiðar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn ríkisstjórnarflokkanna vera sammála um að halda einbeitt samstarfinu áfram, þrátt fyrir að komið hafi upp ágreiningsmál og samstarfið virst í uppnámi á köflum, meðal annars vegna ákvarðanatöku einstakra ráðherra. Til að mynda í rafbyssumáli Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varðandi hvalveiðar.

Það sé jafnvægislist halda úti samsteypustjórn. Hún bendir einnig á að ráðherrar hafi töluverðar valdheimildir til hreyfings innan eigin ráðuneyta. „En í samsteypustjórn er almenna reglan sú að við reynum að ná sameiginlegum lausnum. Ég held að, eins og fram hefur komið fram í viðtölum við félaga mína, formenn framsóknar og sjálfstæðisflokks, þá erum við mjög einbeitt í því að halda áfram þessu samstarfi. Það er miklu meira gott við þetta samstarf en það sem hefur amað að. Þetta hefur gengið í raun ótrúlega vel á þessum næstum 6 árum.“

Hún segir öll mál sem koma upp auðvitað kalla á við sest sé niður og rætt hvernig eigi að halda samstarfinu áfram.

Spurning hvernig tekist er á við einstök mál

Spurð hvort grunngildum sé ekki fórnað fyrir hagsmuni þegar einhver ákvarðanataka veldur fjaðrafoki hjá samstarfsflokkum, en næst svo að lægja öldurnar og samstarfið heldur áfram eins og ekkert hafi ískorist, ítrekar Katrín að samsteypustjórn snúist um málamiðlanir. Ríkisstjórnarstarf geri það raun alltaf.

„Þú getur alltaf sagt að það sé of langt gengið í málamiðlunum en það er mat hvers og eins flokks. Verkefni forystumanna er að finna jafnvægið milli þess að flokkarnir geti haldið sínum trúverðugleika og sinni stefnu og uppskorið þann málefnalega árangur sem þeir gera kröfu um, en um leið vera meðvituð um að við þurfum alltaf að gefa eitthvað eftir af okkur. Síðan þegar koma upp einstök mál er spurningin hvernig þú tekst á við þau.“

mbl.is