„Kannski þurfi þjóðarátak í barnsfæðingum“

Alþingi | 7. júní 2023

„Kannski þurfi þjóðarátak í barnsfæðingum“

„Á þessum degi fyrir 23 árum á aldamótaárinu 2000, öskurgrenjaði ég upp á Landspítala og rembdist við að koma í heiminn frumburði mínum. Þrátt fyrir að geta ekki ímyndað mér það þá, á þeirri stundu, gerði ég það aftur og aftur.“

„Kannski þurfi þjóðarátak í barnsfæðingum“

Alþingi | 7. júní 2023

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Á þessum degi fyrir 23 árum á aldamótaárinu 2000, öskurgrenjaði ég upp á Landspítala og rembdist við að koma í heiminn frumburði mínum. Þrátt fyrir að geta ekki ímyndað mér það þá, á þeirri stundu, gerði ég það aftur og aftur.“

„Á þessum degi fyrir 23 árum á aldamótaárinu 2000, öskurgrenjaði ég upp á Landspítala og rembdist við að koma í heiminn frumburði mínum. Þrátt fyrir að geta ekki ímyndað mér það þá, á þeirri stundu, gerði ég það aftur og aftur.“

Þegar sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni í seinni umferð eld­hús­dagsum­ræðu sem fram fór á Alþingi í kvöld og uppskar hlátur í þingsal.

Frjósemi aldrei lægri

Í ræðu sinni rakti Bryndís sögu fæðingartíðni hér á landi og hvernig henni hefur farið hrakandi undanfarin ár. Hún benti á að nú á þessu ári væri fæðingartíðnin orðin 1,6 börn á hverja konu en það er sögulegt lágmark á Íslandi.

Samanborið við að árið 2000 var frjósemi á hverja konu 2 börn og árið 1976 var fæðingartíðnin 2,5 börn. Hún ítrekaði jafnframt að fæðingartíðnin yrði að vera 2 börn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum.

„Ég ætla ekki að segja að þetta sé ríkisstjórninni að kenna eða þinginu en kannski þurfi þjóðarátak í barnsfæðingum.“

Fagnar fjölgun útlendinga

Af þessum sökum fagnar Bryndís komu útlendinga til landsins.

„Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir færri barneignir heldur okkur áfram að fjölga. Sem betur fer því annars gætum við ekki byggt upp þá velsæld sem við svo sannarlega búum við á þessu landi.“

Hún bendir þá á að frá aldamótum hefur Íslendingum fjölgað um 100 þúsund manns eða 39 prósent miðað við 2,1 prósent fjölgun í Evrópu. Hún segir að þó að frjósemi hafi verið í sögulegu lágmarki í fyrra hafi fólksfjölgun á landi aldrei verið meiri frá upphafi mælinga.

Breytingar greiði leið fólks utan EES

„Málefni útlendinga hafa verið fyrirferðamikil umræðuefni hér í þingsal en því miður aðeins afmörkuð hlið þess. Loksins, loksins tókst okkur á þessu þingi að klára frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á útlendingalögum.

Þær breytingar voru skynsamlegar og góðar. Þær straumlínulaga og betrumbæta löggjöf okkar í kringum þá sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd.“

Hún segir frumvarpið að auki rýmka möguleika fólks utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) til að koma hingað og setjast að og starfa.

mbl.is