Jón stökk til og aðstoðaði lögreglu

Alþingi | 4. mars 2024

Jón stökk til og aðstoðaði lögreglu

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum dómsmálaráðherra, stökk til þegar háreisti hófst á þingpöllum og greip í mótmælanda sem virtist ætla að skaða sjálfan sig.  

Jón stökk til og aðstoðaði lögreglu

Alþingi | 4. mars 2024

Á myndbandi af atviki þar sem maður fór yfir handriði …
Á myndbandi af atviki þar sem maður fór yfir handriði og gerði sig líklegan til að valda sér skaða sést Jón Gunnarsson aðstoða lögreglu hér lengst til hægri á skjáskoti.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum dómsmálaráðherra, stökk til þegar háreisti hófst á þingpöllum og greip í mótmælanda sem virtist ætla að skaða sjálfan sig.  

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum dómsmálaráðherra, stökk til þegar háreisti hófst á þingpöllum og greip í mótmælanda sem virtist ætla að skaða sjálfan sig.  

„Þetta voru engin stórræði. Ég stökk til að hjálpa lögreglu því það var einn lögreglumaður sem var að reyna að fást við manninn. Ég lít bara á það sem borgaralega skyldu mína að aðstoða lögreglu ef aðstæður eru þannig,“ segir Jón. 

Að sögn Jóns var hann inni í þingsal þegar atvikið kom upp og hann segist hafa hlaupið til án umhugsunar. 

„Maður sá það strax að atvikið var alvarlegt. Lögreglumaðurinn var að halda manninum sem virtist ætla að henda sér niður í þingsal á þá sem voru þarna fyrir neðan,“ segir Jón. 

Að sögn hans komu þingvörður og annar lögreglumaður að manninum um svipað leyti og hann og málin leystust á nokkrum sekúndum. 

„Hann gafst bara upp um leið og hann fann að við ofurefli var að etja,“ segir Jón.  

mbl.is