Ekki stafar hætta af gervigreind

Alþingi | 10. desember 2023

Ekki stafar hætta af gervigreind

Ekki er þörf á því að breyta kosningalögum vegna tilkomu gervigreindar.

Ekki stafar hætta af gervigreind

Alþingi | 10. desember 2023

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Óttar

Ekki er þörf á því að breyta kosningalögum vegna tilkomu gervigreindar.

Ekki er þörf á því að breyta kosningalögum vegna tilkomu gervigreindar.

Þetta er inntakið í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Halldóri Auðar Svanssyni varaþingmanni Pírata um myndefni gervigreindar. Svarið var birt á vef Alþingis í vikunni.

Fyrirspurn Halldórs Auðar var svohljóðandi: „Hvernig hyggst ráðherra tryggja heilindi kosninga og persónu einstaklinga í ljósi hættunnar sem fylgir því þegar einstaklingar verða fyrir því að gervigreind útbýr myndefni sem sýnir persónu þeirra í aðstæðum eða aðgerðum sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum?“

Svar Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var eftirfarandi:

„Í kosningalögum, nr. 112/2021, er kveðið á um framkvæmd kosninga. Við framkvæmd kosninga er ekki stuðst við upplýsingar sem hugsanlega eiga uppruna sinn í þeim aðstæðum sem lýst er í fyrirspurninni. Ekki verður því séð að það hafi áhrif á framkvæmd kosninga eða tefli heilindum kosninga í tvísýnu verði kjósandi eða frambjóðandi fyrir því að gervigreind útbúi myndefni sem sýni þann sem fyrir verður í aðstæðum eða aðgerðum sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum.“

Halldór Auðar Svansson er varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann hefur sex sinnum tekið sæti á Alþingi frá síðustu kosningum. Hann var áður borgarfulltrúi.

mbl.is