Tugir særðust þegar sprengja hæfði vöruhús

Ísrael/Palestína | 13. mars 2024

Tugir særðust þegar sprengja hæfði vöruhús með hjálpargögn

Talsmaður Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, segir að tugir hafi særst þegar sprengja lenti á vöruhúsi með hjálpargögnum í Rafah, sem er á suðurhluta Gasa. 

Tugir særðust þegar sprengja hæfði vöruhús með hjálpargögn

Ísrael/Palestína | 13. mars 2024

Sjúkrabíll sést hér aka fram hjá bifreið sem eyðilagðist í …
Sjúkrabíll sést hér aka fram hjá bifreið sem eyðilagðist í aðgerðum Ísraelshers á Rafah. AFP

Talsmaður Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, segir að tugir hafi særst þegar sprengja lenti á vöruhúsi með hjálpargögnum í Rafah, sem er á suðurhluta Gasa. 

Talsmaður Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, segir að tugir hafi særst þegar sprengja lenti á vöruhúsi með hjálpargögnum í Rafah, sem er á suðurhluta Gasa. 

Juliette Touma, talskona UNRWA, staðfestir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna. 

Hún bætir við að það liggi ekki fyrir á þessari stundu hvað hafi nákvæmlega gerst og hvað þetta hafi haft áhrif á marga starfsmenn UNRWA. 

Touma segir að stofnunin noti þetta húsnæði til að dreifa matvælum og öðrum hjálpargögnum til flóttafólks á suðurhluta Gasa.

Talsmenn heilbrigðisráðuneytisins á Gasa, sem lútir stjórn Hamas, segir að fjórir hafi látist í sprengingunni. 

Ljósmyndari á vegum AFP segist hafa séð þegar særðir einstaklingar hafi verið fluttir á Al-Najjar-sjúkrahúsið í Rafah. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu var að minnsta einn þeirra starfsmaður SÞ.

Staða mannúðarmála á Gasa fara versnandi með hverjum deginum að því er segir í umfjöllun AFP, eða frá því Ísraelsher hóf hernaðargerðir eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október í fyrra. 

mbl.is