Bjóða Hamas 40 daga vopnahlé

Ísrael/Palestína | 29. apríl 2024

Bjóða Hamas 40 daga vopnahlé

Hryðjuverkasamtökunum Hamas hefur verið boðið 40 daga vopnahlé og lausn mögulega þúsunda palestínskra fanga, gegn því að þau leysi úr haldi ísraelska gísla.

Bjóða Hamas 40 daga vopnahlé

Ísrael/Palestína | 29. apríl 2024

Maður heldur á barni þar sem hann flýr ásamt fleirum …
Maður heldur á barni þar sem hann flýr ásamt fleirum sprengjuárásir Ísraela í Nuseirat fyrir miðju Gasasvæðisins. Myndin var tekin í dag. AFP

Hryðjuverkasamtökunum Hamas hefur verið boðið 40 daga vopnahlé og lausn mögulega þúsunda palestínskra fanga, gegn því að þau leysi úr haldi ísraelska gísla.

Hryðjuverkasamtökunum Hamas hefur verið boðið 40 daga vopnahlé og lausn mögulega þúsunda palestínskra fanga, gegn því að þau leysi úr haldi ísraelska gísla.

Frá þessu greindi breski utanríkisráðherrann David Cameron á ráðstefnu World Economic Forum í Riyadh í dag.

Búist er við að sendinefnd Hamas komi til Egyptalands í dag, þar sem hún er talin munu taka afstöðu til þessa síðasta boðs um vopnahlé í Gasa og lausn gíslanna, eftir nærri sjö mánaða styrjöld.

David Cameron á blaðamannafundi í síðustu viku.
David Cameron á blaðamannafundi í síðustu viku. AFP

Þrýstingur heimsins ætti að vera á Hamas

„Ég vona að Hamas þekkist þetta boð og í raun og veru ætti allur þrýstingur heimsins, og augu heimsbyggðarinnar, að vera á þeim í dag og á að þau segist ganga að samningnum,“ sagði Cameron.

Bætti hann við að þetta samkomulag myndi stöðva þau átök sem allir vilji binda enda á.

Stjórnvöld Egyptalands, Katar og Bandaríkjanna hafa síðustu mánuði reynt að koma á samkomulagi milli Ísraels og Hamas, án árangurs.

mbl.is