Frægir „blokkaðir“ fyrir að þegja

Ísrael/Palestína | 14. maí 2024

Frægir „blokkaðir“ fyrir að þegja

Myllumerkið #Blockout2024 hefur vakið athygli víða á samfélagsmiðlum. Hreyfingin hefur vakið miklar vinsældir meðal notenda á TikTok og lýtur að því að „blokka“ fræga sem ekki nota vettvang sinn á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á ástandinu á Gasasvæðinu. 

Frægir „blokkaðir“ fyrir að þegja

Ísrael/Palestína | 14. maí 2024

Þótti mörgum það skjóta skökku við að augu heimsins væru …
Þótti mörgum það skjóta skökku við að augu heimsins væru á Met Gala í stað Rafah-borgar og líktu ástandinu við Hunger Games-bækurnar. AFP

Myllumerkið #Blockout2024 hefur vakið athygli víða á samfélagsmiðlum. Hreyfingin hefur vakið miklar vinsældir meðal notenda á TikTok og lýtur að því að „blokka“ fræga sem ekki nota vettvang sinn á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á ástandinu á Gasasvæðinu. 

Myllumerkið #Blockout2024 hefur vakið athygli víða á samfélagsmiðlum. Hreyfingin hefur vakið miklar vinsældir meðal notenda á TikTok og lýtur að því að „blokka“ fræga sem ekki nota vettvang sinn á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á ástandinu á Gasasvæðinu. 

Á upphaf hreyfingarinnar rætur að rekja til Met Gala, sem fór fram 6. maí. Þótti mörgum það skjóta skökku við að augu heimsins væru á léttúðlegu búningaballi hinna ríku og frægu í stað innrásar Ísraelsmanna inn í austurhluta Rafah-borgar sama dag og líktu ástandinu við Hunger Games-bækurnar. 

Snýst hreyfingin um að loka á, eða „blokka“ eins og það er kallað, fræga áhrifavalda, leikara, tónlistarfólk og fyrirsætur á samfélagsmiðlum eins og Instagram, X og TikTok, sem ekki hafa tjáð sig um ástandið á Gasasvæðinu þar sem fleiri en 35.000 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum.

Taylor Swift misst fleiri en 300 þúsund fylgjendur

Eru ýmsir listar í dreifingu á samfélagsmiðlum yfir stjörnur sem ekki hafa tjáð sig um átökin fyrir botni miðjarðarhafs eða hafa lýst yfir stuðningi við Ísrael, en meðal þeirra eru Taylor Swift, Harry Styles, Zendaya, Kim Kardashian og Noah Schnapp. 

Greindi bandaríski miðillinn NPR frá því að Taylor Swift hefði misst 300.000 fylgjendur á TikTok og 50.000 fylgjendur á Instagram á síðastliðinni viku.

Er ætlun hreyfingarinnar að draga úr tekjum stjarnanna, sem margar hverjar sækja bróðurpart tekna sinna í auglýsingar og samstörf á samfélagsmiðlum.

Hafa margir dregið myndlíkinngar á milli sniðgöngunnar og Frönsku byltingarinnar.
Hafa margir dregið myndlíkinngar á milli sniðgöngunnar og Frönsku byltingarinnar. AFP

Franska byltingin og stafræni gapastokkurinn

Hafa margir dregið upp myndlíkingar á milli sniðgöngunnar og Frönsku byltingarinnar í kjölfar myndbands sem fór í dreifingu af áhrifavaldinum Haley Kalil þar sem hún segir hin alræmdu orð „let them eat cake“ eða „gefum þeim kökur“ klædd fullum skrúði fyrir utan Met Gala-ballið.

Orðin eru oft eru kennd við Marie Antoinette, Frakklandsdrottningu sem á að hafa látið þau falla í frönsku byltingunni og eru í dag orðin eins konar samheiti yfir elítu sem sé svo ótengd lífi almennra borgara að hún geri sér ekki grein fyrir að fólkið skorti brauð, hvað þá kökur.

Hafa margir í kjölfarið byrjað að kalla hreyfinguna „digital guillotine“ eða „stafrænan gapastokk.“

Vakti myndbandið sérstaklega reiði í ljósi yfirvofandi hungursneyðar á Gasasvæðinu. Hefur Kalil síðan birt afsökunarbeiðni og áréttað að hún hafi ekki verið boðin á Met Gala heldur hafi verið þar sem áhrifavaldur á vegum fjölmiðils. Kveðst hún ekki nógu upplýst um ástandið á Gasasvæðinu til að tjá sig um það.

Skilvirkara að blokka en að hætta að fylgja

Hafa svipaðar hreyfingar áður látið á sér bera, þar sem fólk hefur hætt að fylgja tilteknum stjörnum vegna ummæla þeirra eða skoðana. Sérfræðingar í samfélagsmiðlum og algrímum segja það aftur á móti mun skilvirkara að blokka fólk.

Áhrif þess að hætta að fylgja fólki séu tiltölulega lítil þar sem auglýsingar og færslur stjörnunnar geti haldið áfram að vera sýnilegar notandanum. Blokki viðkomandi stjörnuna sé aftur á móti lokað á allt efni sem tengist henni. 

Með þessu minnki áhorfendahópur þeirra sem hafi á algríma tiltekins samfélagsmiðils. Eftir því sem fleiri blokki manneskju því minna sýnileg verði hún á vettvanginum, jafnvel meðal þeirra sem ekki hafa blokkað hana. 

Er ætlun hreyfingarinnar að draga úr tekjum stjarnanna í gegnum …
Er ætlun hreyfingarinnar að draga úr tekjum stjarnanna í gegnum Samfélagsmiðla. AFP
mbl.is