„Löngu tímabært að þagga niður í byssunum“

Ísrael/Palestína | 24. mars 2024

„Löngu tímabært að þagga niður í byssunum“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að Ísraelsher verði að fjarlægja hindranir svo að hægt sé að veita nauðsynlega aðstoð vegna yfirvofandi hungrusneyðar á Gasa.

„Löngu tímabært að þagga niður í byssunum“

Ísrael/Palestína | 24. mars 2024

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands. AFP/Khaled Desouki

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að Ísraelsher verði að fjarlægja hindranir svo að hægt sé að veita nauðsynlega aðstoð vegna yfirvofandi hungrusneyðar á Gasa.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að Ísraelsher verði að fjarlægja hindranir svo að hægt sé að veita nauðsynlega aðstoð vegna yfirvofandi hungrusneyðar á Gasa.

Í kjölfar heimsóknar sinnar á Rafah-landamærastöðina í dag ítrekaði Guterres kröfu sína um tafarlaust vopnahlé til að létta á vanda palestínskra barna, kvenna og karla sem berjist við að lifa af.

„Allur heimurinn viðurkennir að það er löngu tímabært að þagga niður í byssunum og tryggja tafarlaust vopnahlé,“ sagði Guterres á blaðamannafundi með Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, í Kaíró í dag.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, ásamt palestínskum börnum á sjúkrahúsinu í …
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, ásamt palestínskum börnum á sjúkrahúsinu í El-Arish í Egyptalandi. AFP/Mark Garten

Nauðsynlegt fyrir lífsbjörg á Gasa

Guterres sagði Rafah-landamærastöðina og El-Arish flugvöllinn í Egyptalandi nauðsynlegar æðar fyrir lífsbjörg á Gasa. Hann sagði þær hins vegar stíflaðar og vísaði til langra raða flutningabíla með hjálpargögn sem kæmust hægt yfir landamærin.

Harðir bardagar geisa á Gasa en Ísraelsher hefur heitið því að halda áfram stríði á jörðu niðri í suðurhluta svæðisins þrátt fyrir andmæli Bandaríkjanna og viðræður um vopnahlé.

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas-hryðjuverkasamtökunum, segja alls 32.226 hafa verið drepna á Gasa.

Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað varað við hungursneyð á Gasa, einkum í norðri, en þangað hafa fá hjálpargögn borist.

Frá Rafah í suðurhluta Gasa í dag.
Frá Rafah í suðurhluta Gasa í dag. AFP/Mohammed Abed
mbl.is