Berjast við Hamas í kringum tvö sjúkrahús

Ísrael/Palestína | 25. mars 2024

Berjast við Hamas í kringum tvö sjúkrahús

Ísraelsher segist berjast við Hamas-samtökin í kringum tvö sjúkrahús á Gasasvæðinu, eða Al-Shifa í Gasaborg og Al-Amal í borginni Khan Yunis.

Berjast við Hamas í kringum tvö sjúkrahús

Ísrael/Palestína | 25. mars 2024

Reykur í lofti eftir árás Ísarela í nágrenni sjúkrahússins Al-Shifa …
Reykur í lofti eftir árás Ísarela í nágrenni sjúkrahússins Al-Shifa í Gasaborg á laugardag. AFP

Ísraelsher segist berjast við Hamas-samtökin í kringum tvö sjúkrahús á Gasasvæðinu, eða Al-Shifa í Gasaborg og Al-Amal í borginni Khan Yunis.

Ísraelsher segist berjast við Hamas-samtökin í kringum tvö sjúkrahús á Gasasvæðinu, eða Al-Shifa í Gasaborg og Al-Amal í borginni Khan Yunis.

Hann segir að 20 vígamenn hafi verið drepnir síðustu daga bæði í bardögum á jörðu niðri og í loftárásum.

Síðan stríðið hófst í október hafa Ísraelar ráðist inn í þó nokkur sjúkrahús á Gasasvæðinu og barist í nágrenni þeirra. Þeir segja vígamenn Hamas nota þau sem bækistöðvar. Því hafa palestínsku samtökin neitað.

Palestínumenn sem búa skammt frá stærsta sjúkrahúsi Gasasvæðsins, Al-Shifa, segja aðstæðurnar á svæðinu vera hryllilegar. Lík liggi á götunum, sprengjur falli ítrekað og karlmönnum sé stillt upp úti á götu, þeir yfirheyrðir og látnir klæða sig úr fötunum.

mbl.is