Greiða atkvæði um tafarlaust vopnahlé

Ísrael/Palestína | 25. mars 2024

Greiða atkvæði um tafarlaust vopnahlé

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tillögu að ályktun um „tafarlaust” vopnahlé á Gasasvæðinu.

Greiða atkvæði um tafarlaust vopnahlé

Ísrael/Palestína | 25. mars 2024

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á fundi í síðustu viku.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á fundi í síðustu viku. AFP/Angela Weiss

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tillögu að ályktun um „tafarlaust” vopnahlé á Gasasvæðinu.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tillögu að ályktun um „tafarlaust” vopnahlé á Gasasvæðinu.

Áður höfðu Rússar og Kínverjar greitt atkvæði gegn tillögu sem Bandaríkin lögðu fram.

Skiptar skoðanir hafa verið innan öryggisráðsins vegna stríðsins á Gasasvæðinu eftir að það braust út 7. október. Aðeins tvær af átta ályktunum hafa verið samþykktar og snerust þær báðar um mannúðaraðstoð.

Eyðilegging í borginni Rafah á Gasasvæðinu í gær eftir loftárás …
Eyðilegging í borginni Rafah á Gasasvæðinu í gær eftir loftárás Ísraela. AFP/Mohammed Abed

Bandaríkjamenn hafa einróma stutt rétt Ísraela til að verja sig í kjölfar árásar Hamas-samtakanna á Ísrael. En vegna aukinnar mannúðarkrísu á Gasasvæðinu hafa Bandaríkin dregið úr stuðningi sínum við framgang Ísraela gegn Hamas.

Um 1.160 manns voru drepnir í Ísrael 7. október, flestir almennir borgarar, samkvæmt tölum AFP-fréttastofunnar sem byggja á opinberum tölum frá Ísrael.

Að sögn heilbrigðisráðuneytis Gasasvæðisins, sem Hamas stjórna, hafa 32.226 manns verið drepnir þar, flestir þeirra konur og börn.

mbl.is