Segir ályktunina mikilvægt skref

Ísrael/Palestína | 25. mars 2024

Segir ályktunina mikilvægt skref

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að nýsamþykkt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé mikilvægt skref.

Segir ályktunina mikilvægt skref

Ísrael/Palestína | 25. mars 2024

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að nýsamþykkt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé mikilvægt skref.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að nýsamþykkt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé mikilvægt skref.

Ráðið samþykkti síðdegis í dag að fara fram á „taf­ar­laust vopna­hlé“ í Gasa. Einnig er þess kraf­ist að öll­um gísl­um verði sleppt úr haldi, án nokk­urra skil­yrða eða tafa, ásamt því að öll­um hindr­un­um gegn mannúðaraðstoð verði rutt úr vegi.

Þá eru einnig for­dæmd­ar „all­ar árás­ir á borg­ara og borg­ara­lega hluti, auk alls of­beld­is og ófriðs gegn borg­ur­um, og allra hryðju­verka“.

Bjarni segir í tísti að það sé „grundvallaratriði að þetta nái fram að ganga og að leggja megi grunn að varanlegum friði“.

Ófyrirgefanlegt

„Þessa álykt­un verður að fram­kvæma,“ sagði fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Ant­onio Guter­res, um ályktunina.

Að bregðast væri ófyr­ir­gef­an­legt, bæt­ti hann við.

mbl.is