Hamas íhuga tillögu að vopnahléi

Ísrael/Palestína | 9. apríl 2024

Hamas íhuga tillögu að vopnahléi

Hamas-samtökin segjast vera að íhuga nýja tillögu að vopnahléi sem var lögð fram í viðræðum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.

Hamas íhuga tillögu að vopnahléi

Ísrael/Palestína | 9. apríl 2024

Palestínsk kona með börn sín fyrir utan sjúkrahús eftir loftárás …
Palestínsk kona með börn sín fyrir utan sjúkrahús eftir loftárás Ísraela á Bureij á Gasasvæðinu í gær. AFP

Hamas-samtökin segjast vera að íhuga nýja tillögu að vopnahléi sem var lögð fram í viðræðum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.

Hamas-samtökin segjast vera að íhuga nýja tillögu að vopnahléi sem var lögð fram í viðræðum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.

Í tillögunni, sem er í þremur hlutum, er lagt til að hlé verði gert á bardögum í sex vikur til að auðvelda skipti á gíslum sem Hamas-samtökin hafa í haldi og palestínskum föngum í Ísrael.

Hamas-samtökin segjast vera þakklát fyrir framlag samningamanna í Kaíró en saka Ísraela um að hafa ekki brugðist við neinum af kröfum þeirra í samningaviðræðunum.

„Þrátt fyrir þetta er forysta hreyfingarinnar að skoða þessa tillögu,” sagði í yfirlýsingu Hamas.

mbl.is