Bað Kína um að halda aftur af Íran

Ísrael/Palestína | 11. apríl 2024

Bað Kína um að halda aftur af Íran

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur beðið kínversk stjórnvöld og stjórnvöld annarra ríkja um að reyna halda aftur af klerkastjórninni í Íran.

Bað Kína um að halda aftur af Íran

Ísrael/Palestína | 11. apríl 2024

Blinken utanríkisráðherra átti símafundi með ýmsum utanríkisráðherrum í dag þar …
Blinken utanríkisráðherra átti símafundi með ýmsum utanríkisráðherrum í dag þar sem hann hvatti þá til að reyna að halda aftur af Íran. AFP/Johanna Geron

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur beðið kínversk stjórnvöld og stjórnvöld annarra ríkja um að reyna halda aftur af klerkastjórninni í Íran.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur beðið kínversk stjórnvöld og stjórnvöld annarra ríkja um að reyna halda aftur af klerkastjórninni í Íran.

Eftir að bygging sendiráðs Írans í Sýrlandi var sprengd 1. apríl þá hefur Íran heitið því að hefna sín á sökudólgnum, sem þeir segja vera Ísrael.

Samband Írans og Ísraels hefur lengi verið mjög slæmt og hefur aðeins versnað eftir að stríðið á milli hryðjuverkasamtakanna Hamas og Ísraels hófst þann 7. október.

Blinken ræddi í síma við utanríkisráðherra kínverska, tyrkneska, sádi-arabíska og evrópska utanríkisráðherra til að gera öllum þeim ljóst að stigmögnun sé engum í hag og að ríki ættu að hvetja Íran til að stigmagna ástandið ekki frekar.

Ítrekaði stuðning við Ísrael

Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði við fréttamenn að Blinken hafi einnig rætt símleiðis við Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, til að fullvissa hann um að Bandaríkin stæðu með Ísrael gegn hótunum Írans.

Eins og greint var frá í gær þá heitir Joe Biden Banda­ríkja­for­seti Ísra­el full­um stuðningi vegna hót­ana klerka­stjórn­ar­inn­ar í Íran. Þá ákvað þýska flug­fé­lagið Lufthansa að fella niður flug­ferðir út dag­inn í dag til Tehran í Íran vegna ástands­ins.

mbl.is