Jón Gnarr: Ósammála Katrínu um fóstureyðingar

Spursmál | 12. maí 2024

Jón Gnarr: Ósammála Katrínu um fóstureyðingar

Jón Gnarr er ósammála þeirri skoðun Katrínar Jakobsdóttur að heimila ætti fóstureyðingar fram að lokum meðgöngu. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála.

Jón Gnarr: Ósammála Katrínu um fóstureyðingar

Spursmál | 12. maí 2024

Jón Gnarr er ósammála þeirri skoðun Katrínar Jakobsdóttur að heimila ætti fóstureyðingar fram að lokum meðgöngu. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála.

Jón Gnarr er ósammála þeirri skoðun Katrínar Jakobsdóttur að heimila ætti fóstureyðingar fram að lokum meðgöngu. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála.

Þar nefndi Jón að hann myndi beita málskotsrétti forseta ef Alþingi hygðist leggja blátt bann við fóstureyðingum í landinu. Var hann þá spurður út í viðhorf Katrínar sem hún ræddi í viðtali í Spursmálum fyrir skemmstu. Vöktu þau orðaskipti gríðarlega athygli.

Jón lýsir afstöðu sinni til þessa og má heyra það í spilaranum hér að ofan. Hér á eftir má einnig sjá hvernig samtalinu vatt fram:

Jón Gnarr í nýjasti gestur Spursmála.
Jón Gnarr í nýjasti gestur Spursmála. mbl.is/Eyþór Árnason

Eru mörk í báðar áttir?

Nú hafa málefni fóstureyðinga borið á góma við þetta borð. Ég hef rætt við Katrínu Jakobsdóttur sem nýlega lét af embætti forsætisráðherra. Hún er á þeirri skoðun að heimila eigi fóstureyðingar alveg fram að því að börn verða fullburða á fertugasti og annarri viku. Hver er afstaða þín til þess, af því að þú segir að þú myndir tala gegn fullkomnu banni gegn fóstureyðingum? Finnst þér einhver mörk liggja í hina áttina?

„Mér finnst þessi lög sem við höfum í dag um þungunarrof mjög skynsamleg.“

Þyrfti að velta því vandlega fyrir mér

Hvað myndir þú gera ef þingið myndi setja lög sem myndu heimila fóstureyðingu alveg fram að fæðingu barns?

„Það fyndist mér, það, sko, það fyndist mér ekki eðlilegt og ég myndi þurfa að velta því vandlega fyrir mér og leita álits hjá fólki.“

En gengur það gegn þinni eigin sannfæringu? Þú trúir á guð er það ekki?

„Vá. Við erum komnir. Við erum komin á djúpu miðin. Þú trúir á guð er það ekki. Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál.“

Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra mætti í Spursmál fyrir skemmstu. Þar …
Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra mætti í Spursmál fyrir skemmstu. Þar báru fóstureyðingar meðal annars á góma. mbl.is/María Matthíasdóttir

Trúir á helgi lífsins

En þú trúir á helgi lífsins, svo ég umorði spurninguna?

„Já.“

Þarna skar ég þig úr snörunni.

„Þarna myndi ég leita álits hjá fremstu sérfræðingum í læknisvísindum og aðallega í fæðingalækningum. Og meðgöngu, hvað segirðu, kvensjúkdóma, þetta er svo sérkennilegt orð að kalla fólk sem sinnir lækningum kvenna kvensjúkdómalækna. En ég myndi leita ráða hjá þeim. En mér finnst þetta sérkennilegt viðhorf og kannski ef einhver myndi setjast niður með mér og útskýra þetta fyrir mér, þá myndi ég fá einhver rök í þessu, ég hef bara ekki heyrt þau.“

Viðtalið við Jón Gnarr má sjá og heyra í heild sinni hér fyrir neðan:

mbl.is