Hvers konar viðhorf hefur Halla til embættisins?

Spursmál | 17. maí 2024

Hvers konar viðhorf hefur Halla til embættisins?

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi situr fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum sem verður sýndur á mbl.is klukkan 14 í dag.

Hvers konar viðhorf hefur Halla til embættisins?

Spursmál | 17. maí 2024

Grétar Halldór Gunnarsson, Halla Tómasdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir eru …
Grétar Halldór Gunnarsson, Halla Tómasdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi situr fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum sem verður sýndur á mbl.is klukkan 14 í dag.

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi situr fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum sem verður sýndur á mbl.is klukkan 14 í dag.

Nú sem endranær verða krefjandi spurningar lagðar fyrir Höllu og knúið á um svör við því hvers konar viðhorf hún hefur til forsetaembættisins og hvernig hún hyggst beita sér hlutverki forseta verði hún kjörin.

Halla býður sig fram til embættis forseta Íslands í annað sinn. Núverandi kosningabarátta hennar hefur farið fremur rólega af stað en svo virðist vera sem Halla sé loks farin að sækja í sig veðrið. Hefur hún aukið fylgi sitt umtalsvert undanfarið samkvæmt síðustu skoðanakönnunum úr 5,1% í 12,5%.

Þingmaður og prestur gera upp vikuna

Auk Höllu mæta þau Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og sr. Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju í settið til að rýna helstu fréttir líðandi viku.

Nú þegar hafa fjórir efstu frambjóðendurnir mætt til leiks í Spursmál. Viðtölin hafa vakið hafa mikla at­hygli og sett svip á samfélagsumræðuna. Öll viðtölin má nálg­ast hér á mbl.is, á Spotify og einnig á Youtu­be.

Ekki missa af Spursmálum alla föstudaga klukkan 14 hér á mbl.is.

mbl.is