Frambjóðendur svara: Viktor Traustason

Forsetakosningar 2024 | 17. maí 2024

Frambjóðendur svara: Viktor Traustason

Viktor Traustason, frambjóðandi til embættis forseta Íslands, telur sig hafa skýra sýn á lykilhlutverk embættisins og segir stefnumál sín óháð eigin stjórnmálaskoðunum og geðþóttaákvörðunum.

Frambjóðendur svara: Viktor Traustason

Forsetakosningar 2024 | 17. maí 2024

Viktor Traustason forsetaframbjóðandi.
Viktor Traustason forsetaframbjóðandi. mbl.is/Arnþór

Viktor Traustason, frambjóðandi til embættis forseta Íslands, telur sig hafa skýra sýn á lykilhlutverk embættisins og segir stefnumál sín óháð eigin stjórnmálaskoðunum og geðþóttaákvörðunum.

Viktor Traustason, frambjóðandi til embættis forseta Íslands, telur sig hafa skýra sýn á lykilhlutverk embættisins og segir stefnumál sín óháð eigin stjórnmálaskoðunum og geðþóttaákvörðunum.

Það mikilvægasta við embætti forseta Íslands að mati Viktors er að stefna sam­an Alþingi, skrifa und­ir lög og skipa ráðherra.

Morgunblaðið gefur öllum frambjóðendum tækifæri til að svara sjö spurningum og birtir svör hvers fyrir sig á mbl.is. Svörum frambjóðendanna verður síðan safnað og þau birt í Morgunblaðinu svo lesendur geti haganlega borið þau saman.

Íslendingar ganga að kjörborðinu 1. júní og kjósa sér sjöunda forseta lýðveldisins. Morgunblaðið og mbl.is fylgjast vel með og færa ykkur helstu fréttir af kosningabaráttunni.

Hér á eftir fara svör Viktors við spurningum mbl.is og Morgunblaðsins:

Viktor er einn þeirra tólf sem bjóða sig fram í …
Viktor er einn þeirra tólf sem bjóða sig fram í embætti forseta Íslands í komandi forsetakosningum. mbl.is/Arnþór

Hvað finnst þér mikilvægast við embætti forseta Íslands?

„Að stefna saman Alþingi, skrifa undir lög og skipa ráðherra.“ 

Hvað hefur þú helst fram að færa til embættisins umfram aðra frambjóðendur?

„Skýr stefnumál varðandi lykilhlutverk embættisins sem eru óháð mínum stjórnmálaskoðunum og geðþóttaákvörðunum.“ 

Á maki forseta að hafa formlega, launaða stöðu?

„Ég sé enga þörf á því. Sá aðili er ekki kosinn í lýðræðislegum kosningum og er það ekki embætti innan stjórnarskrárinnar. Einnig setur það fyrir fram ákveðnar væntingar til einkalífs forsetans sem samræmist ekki þeim fjölbreyttu tímum sem við erum að upplifa.“ 

Á forseti að vera virkur þátttakandi í þjóðmálaumræðu?

„Já, sem hlustandi. Annars á þjóðmálaumræða sér stað meðal þjóðarinnar og er forseti á þeim vettvangi ekki merkilegri en aðrir. Þjóðmálaumræða getur haft áhrif á umræður innan þingsins.

Forseti ber ábyrgð á því að samræmi sé milli þjóðarinnar, þings og annarra stjórnvalda. Ég hugsa að hann ætti að taka sem minnstan þátt í beinni umræðu og frekar að sjá til þess að umræður fari rétt og siðsamlega fram. Hann er fundarstjóri milli þings og þjóðar.“ 

Hvað vægi þyngst í ákvörðun um að synja lögum staðfestingar: rök stjórnarandstöðu, mótmæli, ráðgjöf eða eigin dómgreind?

„Mín stefna er sú að fylgja ráðleggingum stjórnlagaráðs þar sem mælt er með 10% mótmælaþröskuldi. Að öðru leyti er það mín stefna að halda eigin stjórnmálaskoðunum og geðþóttaákvörðunum út úr myndinni.“ 

Hver eru brýnustu viðfangsefni Íslendinga nú og hvað hefur forseti til þeirra mála að leggja?

„Að sjá til þess að atkvæði allra kjósenda hafi vægi, að vera varnagli þjóðarinnar þegar þingið fer gegn vilja fólksins og koma í veg fyrir samþjöppun valds hjá leiðtogum einstakra stjórnmálasamtaka.“ 

Hver er hæfilegur tími í embætti fyrir forseta?

„Stjórnarskráin segir 4 ár. Ég hef ekki séð neinar greiningar á því sem gefa mér hugmynd um hvort einn tímarammi sé betri en annar og ég hef engar skoðanir á því máli að þessu stöddu. Þar að auki sé ég ekki að hægt sé að innleiða slíkar breytingar sem stefnumál forseta.“

mbl.is