Rússneski loftherinn segist ekki vera að ógna öðrum ríkjum

Rússnesk Tu-160 sprengjuflugvél sést hér á flugi yfir Múrmansk.
Rússnesk Tu-160 sprengjuflugvél sést hér á flugi yfir Múrmansk. AP

Rússneski flugherinn sagði í dag að það væri ekki merki um það að herinn væri að ógna öðrum ríkjum þrátt fyrir að langdrægar sprengjuflugvélar væru farnar að fljúga út fyrir lofthelgi Rússlands á ný. Rússar segja að þeir láti viðkomandi ríki vita fyrirfram af ferðum sínum.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í síðustu viku að rússneskar sprengjuflugvélar væru farnar að fljúga yfir Kyrrahafið, Atlantshafið og Norðurheimskautið í fyrsta sinn frá því Sovétríkin liðu undir lok. Tilkynningin, og fréttir þess efnis að breskar og norskar herflugvélar hafi þurft með hraði að fylgjast með rússneskum sprengjuflugvélum sem nálguðust lofthelgi landanna, hefur aukið á áhyggjur manna að Rússar séu að ógna Vesturveldunum með þessum aðgerðum.

Talsmaður rússneska lofthersins segir að ekki sé verið að ógna stöðugleikanum með þessu. „Flugmennirnir okkar eru ekki að ráðast inn í lofthelgi annarra ríkja og hvað þessar aðgerðir varðar er ekki verið að að ógna öðrum ríkjum,“ sagði Alexander Drobísjevskí.

Þá sagði hann jafnframt að loftherinn láti aðrar þjóðir vita af ferðum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert