Enn óvíst með kjördag

Kosningaráð Pakistan hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort fresta beri kosningum í landinu en þingkosningar eru fyrirhugaðar þann 8. janúar. Samkvæmt upplýsingum frá kosningaráðinu mun það eiga fundi með fulltrúum stjórnmálaflokka í landinu á morgun og er þess að vænta að ákvörðun liggi þá fyrir.

Í gær kom fram að búast mætti við því að kosningum yrði frestað í að minnsta kosti fjórar vikur en mjög róstusamt er í landinu eftir að  Benazir Bhutto, leiðtogi Þjóðarflokksins, var myrt á fimmtudag. 

Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert