Mannfall í átökum í Pakistan

Að minnsta kosti 15-20 íslamskir uppreisnarmenn féllu í átökum við pakistanska herinn við landamæri Afganistan í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum sem AP-fréttastofan hefur frá hernum. Samkvæmt AFP fréttastofunni féllu 27 í átökunum. Átökin áttu sér stað í  Suður-Waziristan, héraði þar sem talibanar og liðsmenn al-Qaida hafa komið sér fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni pakistanska hersins hófu uppreisnarmennirnir árásina en enginn hermaður særðist eða féll í bardögunum. Stjórnvöld í Pakistan hafa ásakað Baitullah Mehsud, meintan bandamann al-Qaeda í Pakistan um aðild að morðtilræðinu á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, á fimmtudag. Mehsud heldur til í Suður-Wazinstan en hann neitar aðild að tilræðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert