Segir hryðjuverkamenn hafa myrt Bhutto

Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans. Reuters

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar að hryðjuverkamenn hefðu myrt Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra landsins. Sagði Musharraf að dauði Bhutto væri mikill harmleikur.

„Að þjóðinni steðjar mikill harmur. Benazir Bhutto hefur látið lífið fyrir tilverknað hryðjuverkamanna. Ég bið Guð almáttugan um að veita sál Benazir Bhutto frið," sagði forsetinn.

Hann sagði að bæði misindismenn og stjórnmálaöfl hefðu reynt að nýta dauða Bhutto sér til hagsbóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert