Raúl Castro kjörinn forseti Kúbu

Raúl Castro á fundi þingsins í dag.
Raúl Castro á fundi þingsins í dag. Reuters

Þing Kúbu kaus í kvöld Raúl Castro í embætti forseta landsins, embætti sem Fidel, eldri bróðir Raúls, hefur gegnt í nærri hálfa öld. Kjörið kom ekki á óvart enda hefur Raúl Castro verið starfandi forseti frá árinu 2006 eftir að Fidel gekkst undir aðgerð.

Það kom nokkuð á óvart, að José Ramón Machado, gamall vopnabróðir Castrobræðranna, var valinn fyrsti varaforseti landsins en það þykir benda til þess, að ekki sé að vænta breytinga á stjórnarfari á Kúbu á næstunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina