Sarkozy lofar þjóðaratkvæði um ESB-sáttmálann

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti. Reuters

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur heitið því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla í landinu um nýjan sáttmála á vettvangi Evrópusambandsins, sem ætlað er að koma á traustari efnahagsstjórn á evrusvæðinu og auka á efnahagslegan samruna innan þess, nái hann endurkjöri í embætti forseta.

Kosið verður á milli Sarkozy og Francois Hollande, forsetaframbjóðanda franskra sósíalista, þann 6. maí næstkomandi í annarri umferð forsetakosninganna.

Fréttavefur breska dagblaðsins Daly Telegraph greinir frá þessu í kvöld en þar segir að yfirlýsing Sarkozy sé ekki síst mikið áfall fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem barist hafi fyrir því að tryggja að sáttmálinn næði fram að ganga.

Hollande hefur til þessa mælst með meira fylgi en Sarkozy í skoðanakönnunum en fylgi hans er meðal annars rakið til gagnrýni hans á sáttmálann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert