Conrad Black laus úr fangelsi

Conrad Black
Conrad Black JOHN GRESS

Fyrrverandi fjölmiðlakonunginum Conrad Black hefur verið sleppt úr haldi eftir að hafa setið rúmlega þrjú ár í fangelsi.

Black og þrír aðrir stjórnendur fjölmiðlafyrirtækisins Hollinger International voru fundnir sekir árið 2007 um að svíkja 6,1 milljón dala út úr hluthöfum fyrirtækisins.

Á hátindi valda sinna átti Black The Daily Telegraph, eitt virtasta dagblað í Bretlandi auk fjölda annarra blaða bæði í Bandaríkjunum, Kanada og í Ísrael. Hann var um skeið einn helsti stuðningsmaður Margrétar Thatcher, var veitt lávarðartign í Bretlandi, og í stjórnum fyrirtækja hans sátu þekktir menn á borð við Henry Kissinger

Black er 67 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert