Eiga erfitt með öndun í London

Mikið mengunarský liggur yfir London, höfuðborg Bretlands.
Mikið mengunarský liggur yfir London, höfuðborg Bretlands. AFP

Mikil mengun mælist í suður- og miðhluta Englands og að sögn neyðarlínunnar í London hefur símtölum í neyðarnúmerið 999 fjölgað um 14% í dag. Fram kemur að aukningin tengist fólki sem eigi erfitt með öndun.

Loftgæði í London og í suðausturhluta landsins eru mjög slæm. Á skalanum 1 til 10 mælist mengunin 10 eða mjög mikil.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að loftið yfir borginni væri mjög óþægilegt. 

Mengunin hefur einnig mælst víða annarsstaðar á Englandi.

Búist er við að loftgæðin muni batna á morgun. Mengunarskýið sem liggur nú yfir landinu er sambland af mengun í Bretlandi, mengun frá meginlandi Evrópu og vegna ryks og sands sem berst frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. 

mbl.is