Halda leitinni að mönnunum áfram

AFP

Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur sent flugvél til að aðstoða við leitina að fjórum Bretum sem voru á siglingu í Atlantshafi er bátur þeirra lenti í erfiðleikum á fimmtudag í síðustu viku.

Vélin fór á loft snemma í morgun og mun koma á leitarsvæðið síðdegis.

Snekkja mannanna er 40 fet og var á siglingu frá Antigua til Bretlands. Leitarsvæðið er undan ströndum Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum og er mjög umfangsmikið. Á svæðinu er auk þess vont veður og mikil ölduhæð. Bandaríska strandgæslan hætti leitinni í sunnudag en hefur nú hafið hana að nýju. Nú taka þrár flugvélar og sex skip þátt í leitinni. Fjölskyldur mannanna hafa gagnrýnt harkalega að bandaríska strandgæslan hafi aðeins leitað þeirra í rúmlega 50 klukkustundir. Þær segja að mennirnir gætu vel verið á lífi um borð í björgunarbáti snekkjunnar. 

Mennirnir eru á aldrinum 22-56 ára. 

Fréttaskýring BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert